Skip to main content
Skip table of contents

Umsækjendur

Hér eru umsóknir meðhöndlaðar og ef til ráðningar kemur er stofnaður starfsmaður. Ef umsækjandi er ekki ráðinn þá geymir kerfið umsóknina. Þannig er hægt að sjá á auðveldan og aðgengilegan hátt hverjir hafa sótt um hvaða starf og hvort einhver sækir um starf hjá fyrirtækinu oftar en einu sinni. Einnig er hægt að finna lista umsækjanda á borðanum Laus störf eftir störfum.

Almennt

Reitur

Skýring

Nr.

Þegar nýr umsækjandi er stofnaður, hvort sem það er handvirkt eða með innlestri frá vef, þá gefur kerfið honum númer sem ekki er hægt að breyta.

Nr. starfs sem sótt er um

Hér er valið það starf sem sótt er um.

Stöðugildi sem sótt er um

Það fyllist sjálfkrafa í þennan reit þegar auglýst starf er sótt í reitinn Nr. starfs sem sótt er um.

Kennitala

Kennitala umsækjanda. Ef til ráðningar kemur er kennitalan notuð sem númer starfsmanns við stofnun.

Fornafn/millinafn

Nafn umsækjanda er skráð hér.

Eftirnafn

Eftirnafn umsækjanda er skráð hér.

Aðsetur

Hér eru aðsetur umsækjanda skráð.

Póstnúmer/bær

Hér er valið póstnúmer umsækjanda en kerfið sækir bæjarheitið.

Staða

Hér er hægt að sjá stöðu umsækjanda í umsóknarferlinu. Valmöguleikar eru Umsækjandi, Hafnað, Í vinnslu og Ráðning. Ef stofna á umsækjanda sem starfsmann verður staðan að vera Í vinnslu. Þegar umsækjandi hefur verið stofnaður sem starfsmaður þá fær reiturinn Staða gildið Ráðning.

Kyn

Hér skal rita kyn umsækjanda.

Þjóðerni

Hér skal rita þjóðerni umsækjanda.

Næsti yfirmaður

Ef til ráðningar kemur þarf að tilgreina hver verður næsti yfirmaður umsækjanda áður en hægt er að stofna hann sem starfsmann. Í listanum koma aðeins upp starfsmenn sem merktir eru Yfirmenn.

Deild Kóti

Sú deild sem viðkomandi mun tilheyra við ráðningu.

Verkefni Kóti

Tengist viðkomandi ákveðnu verkefni innan fyrirtækisins er það skráð hér, t.d. ef viðkomandi er einungis ráðinn í ákveðið tímabundið verkefni.

Ráðningardags

Setja verður inn ráðningardagsetningu áður en hægt er að fylla út launakerfisupplýsingar og stofna umsækjanda sem starfsmann.

Samskipti

Reitur

Skýring

Tölvupóstur

Tölvupóstur viðkomandi.

Sími og farsímanúmer

Símanúmer umsækjanda.

Kóti nánasti aðstandanda

Hér er settur kóti fyrir nánasta aðstandanda.

Nánasti aðstandandi

Nafn nánasta aðstandanda.

Heimili aðstandanda og símanúmer

Upplýsingar um aðstandanda.

Menntun og hæfi

Reitur

Skýring

Hæfniskóti

Hér er valin hæfni umsækjanda.

Lýsing

Hér er sett lýsing á hæfniskóta sem er breytanleg.

Vægi

Hér er sett inn hversu mikið vægi gildir fyrir eftirfarandi hæfniskóta.

Annað

Á flipanum Annað er að finna þrjá hakreiti sem hægt er að nota þegar verið er að meta umsækjendur. Þegar fjöldi umsókna berast um eitt starf má búast við að einhver hluti þeirra sem sækja um uppfylli ekki grunnskilyrði til starfsins. Þá er hægt að afgreiða þær umsóknir sem hafnaðar áður en farið er í nánari greiningu og úrvinnslu.

Fylla inn upplýsingar fyrir Launakerfið

Ef til ráðningar kemur þarf að fylla inn upplýsingar fyrir Launakerfið. Það er gert með því að finna spjald umsækjenda fyrir viðeigandi umsókn og smella á Skrá uppl. fyrir launadeild á borðanum.

Þá opnast gluggi þar sem skrá þarf upplýsingar um það hvenær störf hefjast, reikningsnúmer, orlof, stéttarfélag, lífeyrissjóð o.s.frv. Að þessu loknu þarf að loka glugganum.  Athugið að þessar upplýsingar er einnig hægt að nálgast af Starfsmannaspjaldinu og breyta þar.
Einnig þarf að breyta stöðu umsækjanda í Í vinnslu. Það er gert með því að breyta Staða úr Umsækjandi í Í vinnslu. 

Stofna umsækjanda sem starfsmann

Af spjaldi umsækjanda er valin aðgerðin Stofna starfsmann í borðanum. Þá verður umsækjandi til sem starfsmaður í mannauðskerfi auk þess sem hægt er stofna hann sem starfsmann í launakerfinu. Áður en það er gert þarf umsækjandi að hafa stöðuna Í vinnslu.
Að þessu loknu þarf að klára að fylla út spjald starfsmannsins s.s.

  • Tengja skjöl (ráðningasamning, prófskírteini)

  • Skrá menntun og hæfi (próf, vottanir, skírteini, námskeið)

  • Skrá starfsferil – sjá flipann Starfsferill (skrá bæði það sem telur til starfsaldurs og ekki)

  • Almennt

    • Lesa inn mynd

    • Úthluta eignum (tölva, GSM, lyklar)

    • Stofna starfsmann sem viðskiptamann, lánardrottinn og/eða forða

    • Setja inn ættmenni

    • Annað (beint númer, annað aðsetur, starfssamnings-, upplýsinga- og sölumannskóta)

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.