Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning

Undir Uppsetningu má finna Wise Mannauðsgrunn. Þar má finna almenna uppsetningu á kerfinu, tilgreindar tengingar við launakerfi, númeraraðir í kerfinu og slóð fyrir Word viðtalssniðmát.

Númeraröð

Í þessum flipa er númeraröðum úthlutað. Ef setja á upp fleiri en eina númeraröð fyrir hvern hluta þá er hægt að setja upp tengsl milli viðeigandi raða í töflunni Tengsl númeraraða. Þannig má nota einn kóta til að tákna tvær eða fleiri númeraraðir.
Hægt er að skoða uppsetta númeraröð á bakvið hvern kóta með því að smella á örina í reitnum.

Almennt

Reitur

Skýring

Kóti maka

Þennan reit þarf ekki að nota.

Nr. stm er kennitala

Ef hakað er í reitinn er kennitala notuð sem númer starfsmanns. Þá uppfærast reitirnir Kennitala og Fæðingardagur á spjaldi starfsmanns um leið og starfsmaður er stofnaður.

Fj. daga v/viðvörunar um gildistíma

Í möppunni Menntun og hæfi er hægt að velja gluggann Dags. sem réttindi renna út. Ef réttindi renna út innan þessa fjölda daga sem tilgreindur er í reitnum Fj. daga v/viðvörunar þá verður línan rauðletruð. Þannig er á auðveldan hátt hægt að sjá hvaða réttindi eru að fara að renna út eða eru útrunnin.

Skipurlagseining-vídd

Hér skal velja þá vídd sem notað er fyrir skipulagseiningar.

Launaupplýsingar umsækjanda

Hér er flettigluggi ef skylda á að fylla inn í launaupplýsingar fyrir umsækjanda, viðvörun um að fylla inn í launaupplýsingar eða ef ekki á að skylda launaupplýsingar.

Laun

Ef Mannauðskerfið á að vera tengt Launakerfi Wise þarf að setja hak í Tenging við launakerfið.

Þá þarf einnig að stofna notendur Mannauðskerfis sem notendur í launakerfinu með afmörkun á þá hópa sem þeir mega hafa aðgang að.

Starfsmannaviðtöl

Hér er sett inn meginmál viðtalstexta og slóð fyrir viðhengi viðtalssniðmát. Hér eru sýndar upplýsingar um útgáfunr. og útgáfudag mannauðskerfisins.

Mælieiningar starfsmannahalds

Í töflunni Mælieiningar starfsmannahalds eru allar mælieiningar sem notaðar verða í starfsmannahaldi. Kótinn sem valinn er sem grunnmælieining í reitnum Grunnmælieining á spjaldinu Starfsmannahaldsgrunnur verður að hafa 1 í reitnum Magn á mælieiningu. Allir aðrir kótar verða margfeldi eða brot af grunnmælieiningunni.
Ef, til dæmis, grunnmælieiningin er Klukkustund og vinnutími væri 8 tímar þá væri Dagur með gildið 8 í þessum reit. Í dag er vinnutími hvers dags svo misjafn að erfitt er að halda utan um þetta svo gagn sé af í Mannauðskerfinu. En nákvæm stilling er hluti af launakerfi þannig að starfsaldur, orlofsávinnsla og nýting er alltaf rétt ef rétt er stillt.

Ástæður óvirkni

Nota má töfluna Ástæður óvirkni til að setja upp kóta fyrir orsakir óvirkni starfsmanns. Þessa kóta má nota til að tákna ýmsar ástæður óvirkni starfsmanna: fæðingarorlof, námskeið, langvarandi veikindi, leyfi frá störfum o.s.frv. Þegar settir hafa verið kótar fyrir orsakir óvirkni má tengja þá einstökum starfsmönnum á starfsmannaspjaldinu. Á starfsmannaspjaldinu er einnig hægt að tilgreina upphafsdagsetningu þess tímabils sem starfsmaðurinn er óvirkur.

Ástæður starfsloka

Hægt er að nota töfluna Ástæður starfsloka til að setja kóta fyrir ástæður starfsloka starfsmanns. Þessa kóta má nota til að tákna ýmsar ástæður fyrir starfslokum starfsmanna s.s. að eigin ósk, starfslok vegna aldurs, uppsögn o.s.frv. Á starfsmannaspjaldinu er einnig hægt að tilgreina starfslokadagsetningu.

Félög

Hægt er að nota töfluna Félög til að setja upp kóta fyrir stéttar- og verkalýðsfélög sem starfsmenn tilheyra. Einnig er hægt að færa inn aðrar grunnupplýsingar um þessi félög eins og símanúmer og heimilisfang. Þegar settir hafa verið kótar fyrir félög eru hægt að tengja þá einstökum starfsmönnum á starfsmannaspjaldinu. Þegar starfsmenn hafa fengið félagskóta er hægt að sjá hve margir starfsmenn í fyrirtækinu eru í tilteknu félagi í reitnum Félagsbundnir starfsmenn í töflunni Félög.

Ættmenni/aðstandendur

Nota má töfluna Ættmenni til að setja upp ættingjakóta fyrir ættingja starfsmanns. Einnig má nota töfluna til að setja upp kóta fyrir nánustu aðstandendur starfsmanns. Þegar ættmennakóti hefur verið settur upp er hægt að tengja lista með ættmennum við hvern starfsmann í töflunni Ættmenni starfsmanns.

Menntun og hæfi

Hægt er að nota töfluna Menntun og hæfi til að setja upp kóta fyrir menntun og hæfi starfsmanna og menntunarflokk við. Þessa kóta má nota til að tákna margskonar menntun og hæfi starfsmanna s.s. starfsheiti, tölvuleikni starfsmanna, menntun, námskeið o.s.frv. Taflan gerir kleift að skrá og uppfæra menntun og hæfi starfsmanna á skilvirkan hátt annars staðar í kerfinu. Ef þörf er á sérstakri menntun og hæfi síðar til að vinna tiltekið verk er hægt að sjá hvort einhver starfsmannanna uppfyllir skilyrðin með því að prenta skýrsluna Starfsmaður - Menntun og hæfi eða með því að skoða gluggann Menntun og hæfi, yfirlit.

Upplýsingarflokkur starfsmanna

Nota má töfluna Upplýsingaflokkur starfsmanna til að flokka starfsmenn vegna vinnslu tölfræðilegra gagna.

Samningar starfsmanna

Hægt er að nota töfluna Starfssamningur til að setja upp starfssamningakóta fyrir hinar ýmsu tegundir samninga sem gerðir eru í fyrirtækinu s.s. ráðningasamninga. Þegar settir hafa verið upp kótar fyrir starfssamninga eru þeir tengdir við einstaka starfsmenn á starfsmannaspjaldinu. Þegar starfsmenn hafa fengið samningskóta er hægt að sjá hve margir starfsmenn í fyrirtækinu eru ráðnir samkvæmt tilteknum samningi í reitnum Fjöldi samninga í töflunni Starfssamningur.

Ýmsir hlutir

Hægt er að nota töfluna Ýmsir hlutir til að setja upp kóta fyrir þau hlunnindi sem starfsmenn njóta og hafa umráð yfir (lyklar, tölvur, fyrirtækisbifreiðar, aðild að félögum fyrirtækisins o.s.frv.) . Þegar búið er að setja upp kóta fyrir ýmsa hluti er hægt að tengja slíkan lista við hvern starfsmann í töflunni Upp. um ýmsa hluti.

Trúnaðarmál

Hægt er að nota töfluna Trúnaðarmál til að setja upp kóta fyrir trúnaðarupplýsingar sem tengjast starfsmönnum, til dæmis um laun, hlutabréfaívilnun, eftirlaun o.s.frv. Þegar trúnaðarupplýsingakóti hefur verið settur upp er hægt að tengja lista með trúnaðarupplýsingum við hvern starfsmann í töflunni Trúnaðarupplýsingar.

Gráða

Taflan er notuð til að setja upp þær gráður sem starfsmenn fá vegna menntunar og hæfis s.s. BS, BA og mastersgráðu. Ef um námskeið var að ræða þá er valin gráða Námskeið. Þannig er hægt að kalla fram alla þá sem hafa t.d. BA gráðu í ákveðnu fagi.

Jafnlaunavottun

Uppsetning jafnlaunavottunar byggir á því að skilgreina svokölluð yfirviðmið, undirviðmið og þrep og gefa þrepunum tölulegt gildi. Ef flokkunarkerfið er ekki með mörg yfirviðmið er auðvitað hægt að hafa bara eitt slíkt og nota einungis undirviðmið. Það þarf að skilgreina yfirviðmiðin eftir því hvort þau tengjast einungis starfinu eða eru persónubundin því persónubundin viðmið tengjast starfsmanninum sjálfum en ekki einungis starfinu sem unnið er.


Að sjálfsögðu eru alls kyns kerfi leyfileg svo lengi sem það er góð lýsing á því hvað liggur að baki stigagjöfinni.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.