Bókun
Í þessum flipa eru skráð atriði sem varða bókun greiðslna vegna greiðsluseðla.
Reitur | Skýring |
Færslubók / greiðslubók | |
Bókarsniðmát greiðslu | Verður að skrá. Tilgreinir hvaða bókarsniðmát er notað við innlestur á greiðslum í inngreiðslubók vegna greiðsluseðla. |
Bókarkeyrsla greiðslu | Verður að skrá. Tilgreinir hvaða bókarkeyrsla er notuð við innlestur á greiðslum í inngreiðslubók vegna greiðsluseðla. |
Bókakeyrsla vaxta og kostn. | Vextir og kostnaður fara í sér bókarkeyrslu og heiti þeirrar keyrslu þarf að skrá hér. Þessa keyrslu þarf að bóka áður en keyrslan vegna greiðslu er bókuð. |
Tegund mótreiknings greiðslu | Verður að skrá, venjulega bankareikningur. |
Mótreikningur greiðslu | Verður að skrá. |
Tegund mótbókunar | Verður að skrá. Val milli þess að skrá eina færslu fyrir hverja færslubók eða eina færslu fyrir hverja innborgun. |
Dagsetning bókunar á greiðslum | Val um hreyfingadagsetningu (dagur sem greiðsla var framkvæmd í banka) eða bókunardagsetningu. |
Bein bókun á greiðslum | Bókarkeyrsla greiðslu og bókarkeyrsla vaxta og kostnaðar eru bókaðar sjálfkrafa í lok innlesturs. |
Bókunaraðferð greiðslukostnaðar | Valkvætt hvort kostnaður bókist á viðskiptamann eða beint á fjárhag. |
Nota víddir af reikningi | Tilgreinir hvort víddir af sölureikning verði notaðir þegar greiðslan er bókuð. Á aðeins við ef kröfugerðin er krafa per. reikning. |
Bókanir á fjárhagslykla | Þegar greiðslur eru lesnar inn í Innheimtukerfið eru þær skráðar inn í færslubók. Hér er hægt að skilgreina á hvaða fjárhagslykla viðkomandi kröfugjöld og kröfuafslættir bókast. |
Sveitarfélög | |
Málaflokkur | Málaflokkur fyrir viðkomandi innheimtuaðila. Verður að skrá vegna biðreiknings. |
Flokkun | 1 ef flokkun er notuð, annars autt. |
Deild | Deild fyrir viðkomandi innheimtuaðila. Verður að skrá vegna biðreiknings. |
Verkefni | Verkefni fyrir viðkomandi innheimtuaðila. |