Þessi aðgerð er notuð í þeim tilvikum að t.d. gleymst hafi að gera einn reikning á viðkomandi tímabili og búið að útbúa kröfukeyrslu á hina. Þegar reikningur hefur verið skráður er hægt að velja viðkomandi kröfukeyrslu og síðan þessa aðgerð. Þá er leitað í færslum og athugað hvort einhver er sem uppfyllir sömu skilyrði og sett voru þegar kröfukeyrslan var búin til. Ef einhver finnst er henni bætt við, annars ekki.