Krafa pr. reikning
Byrjað er á að afmarka á innheimtuaðila ef fleiri en einn innheimtuaðilar eru til staðar.
Ef valið er að Nota innsleginn gjalddaga þá er einnig hægt að haka við Uppfæra gjalddaga til að tryggja samræmi milli viðskiptamanns og innheimtu. Afmörkun á bókunardagsetningu þarf að setja undir flipanum Sölureikningshaus. Þar er einnig hægt að afmarka t.d. á reikningsnúmer ef stofna á kröfur á ákveðinn reikning/reikninga. Ekki er hægt að búa til fleiri en eina innheimtu á sama reikninginn.
Eftirfarandi eru útskýringar á hvað hver reitur gerir en flestir reitirnir eru sýnilegir á spjöldunum og aðrir eru í uppflettilistanum.
Reitur | Skýring |
Afmarka á innheimtuaðila | Valinn sá innheimtuaðili sem stofna á kröfukeyrsluna á. |
Kröfukeyrsla | Ef bæta á kröfum inn í þegar stofnaða kröfukeyrslu skal velja hana hér. Annars er þessi reitur auður. |
Lýsing | Lýsing kröfukeyrslu. Notandinn velur þetta sjálfur. |
Nota innsleginn gjalddaga | Ef stofna á kröfu með tilteknum gjalddaga. Hann er þá skráður í reitinn Gjalddagi. |
Gjalddagi | Innsleginn gjalddagi. |
Eindagi | Innsleginn eindagi. |
Uppfæra gjalddaga | Ef uppfæra á gjalddaga á viðskiptamannafærslum til samræmis við gjalddaga sem skráður er á kröfurnar. |