Krafa pr. tímabil
Þessi vinnsla safnar reikningum miðað við tímabil sem afmarkað er saman á eina innheimtu fyrir hvern viðskiptamann. Hér er afmörkun möguleg á viðskiptamann og viðskiptamannafærslu í sitt hvorum flipanum (sjá neðst á mynd). Valkostir eru þeir sömu og áður nema hvað hér bætist eitt atriði við, Stofna kröfu á hverja viðskiptamannafærslu. Ef hakað er við þetta stofnast ein innheimta fyrir hverja færslu. Þetta er ekki notað nema í undantekningatilvikum. Ef Boðgreiðslukeyrsla er valin þá stofnast boðgreiðslubunki strax eftir að keyrsla hefur verið stofnuð. Nauðsynlegt er að afmarka á bókunardagsetningu undir flipanum Viðskm.færsla.
Afmarkanir og stillingar
Reitur | Skýring |
Lýsing | Lýsing kröfukeyrslu. Notandinn velur þetta sjálfur. |
Afmarka á kröfukeyrslu | Ef bæta á kröfum inn í þegar stofnaða kröfukeyrslu skal velja hana hér. Annars hafa reitinn auðann. |
Afmarka á innheimtuaðila | Notað ef aðeins skal stofna kröfur á tiltekinn innheimtuaðila. |
Afmarka á ábyrgðastöð | Notað ef aðeins skal stofna kröfur sem skráðar eru á tiltekna ábyrgðarstöð. |
Stofna kröfu á hverja færslu | Ef hakað er við þetta stofnast ein krafa fyrir hverja færslu. Ekki notað nema í undantekningatilvikum. |
Boðgreiðslukeyrsla | Boðgreiðslubunki stofnast strax eftir að kröfukeyrsla hefur verið stofnuð. |
Val á gjalddaga
Reitur | Skýring |
Gjalddagi er lokadagsetning tímabils að viðbættum greiðsluskilmála viðskiptamanns | Á viðskiptamannaspjaldi eru greiðsluskilmálar skilgreindir. Gjalddagi kröfu er þá lokadagsetning þess tímabils sem keyrslan miðar við að viðbættum þeim skilmálum sem skráðir eru á viðskiptamannaspjaldið. |
Nota yngsta gjalddaga tímabils | Ef nota á gjalddaga reiknings við stofnun kröfu, þá er sú krafa sem á nýjasta gjalddagann látin ráða. |
Nota innsleginn gjalddaga | Ef stofna á kröfu með tilteknum gjalddaga, þá er hann skráður í reitinn Gjalddagi og eindagi krafna skráður í reitinn Eindagi. |
Tegundir viðskiptafærslna
Möguleiki er að afmarka á þær tegundir viðskiptamannafærlsna sem koma eiga fram á greiðsluseðli.