Kröfupottur - almennt
Í þessum flipa eru skráð atriði sem sérstaklega eiga við um greiðsluseðla.
Reitur | Skýring |
Grunnuppsetning | |
Auðkenni | Þriggja stafa langur strengur sem er auðkenni innheimtuaðila hjá bankastofnun. Auðkenni stýrir t.d. hvaða texti myndast á kröfunni í banka. |
Færslulykill | Fyrir kröfupott er færslulykill ávallt 03. |
Líftími krafna (mán.) | Þegar sá tími er liðinn sem hér er skráður er kröfu eytt hjá banka ef hún er ógreidd. |
Greiðslukóti | Tengist kröfupotti og kemur sjálfkrafa stilltur á algengustu uppsetningu. (Ekki má greiða gjalddaga ef eldri gjalddagi er til) og er sjaldan átt við hann. |
Greiðslukóti | Tilgreinir hvort greiða megi inná kröfu eða ekki. Mælt með því að heimila ekki innborganir. |
Uppsetning viðskiptanúmers | Almennt er notað Kennitala greiðanda. Aðrir valmöguleikar notaðir í samráði við þjónustuaðila. |
Gjalddagi stofnaður út frá | Val milli þess að stofna gjalddaga út frá bókunardagsetningu færslu eða gjalddaga færslu. |
Eindagi stofnaður út frá | Val milli þess að nota útreikning sem skráður er í næsta reit til að mynda eindaga frá gjalddaga eða bókunardagsetningu færslu. |
Eindagaútreikningur | Skrá reglu um mánaða- eða dagafjölda frá annað hvort gjalddaga eða bókunardagsetningu, eftir því hvað hefur verið valið í reitnum fyrir ofan |
Sveitarfélög | |
Nota kröfunúmer fast. eiganda | Ef hakað er í þennan reit mun kerfið nota sama kröfunúmer fyrir fasteignagjöld og áður hafa verið notuð á sömu eign. Þessi valmöguleiki er aðeins notaður af sveitarfélögum. |
Prentupplýsingar með kröfu | |
Senda prentuppl. með kröfu | Haka þarf í þennan reit ef senda á viðbótarupplýsingar með kröfu fyrir útprentun á greiðsluseðlum hjá banka. |
Prenta lýsingu viðskm.færslu | Er eingöngu notað fyrir greiðsluseðla fasteignagjalda. |
Nr. teg.fylgisk. í prentlínu | Teg.fylgisk, fylgiskjalsnr., bók. dags. og lýsing eru upplýsingar sem eru teknar úr kröfulínu. Talan sem sett í þessa reiti segir til um það í hvaða röð þessar upplýsingar eru prentaðar á greiðsluseðlinn. Ef sett er 0 í reitinn eru viðkomandi upplýsingar ekki prentaðar. |
Nr. fylgiskjals í prentlínu | Sjá Nr. teg.fylgisk. |
Nr. bók. dags. í prentlínu | Sjá Nr. teg.fylgisk. |
Nr. lýsingar í prentlínu | Sjá Nr. teg.fylgisk. |
Greiðsluinnlestur | |
Textalykli sleppt í innlestri | Ef sleppa á ákveðnum textalykli í innlestri á greiðslum þarf að setja hann inn hér. |
Afmarka á bankareikning | Þegar greiðslur eru lesnar inn frá bankanum er hægt að afmarka sig á bankareikninginn sem skráður er á innheimtuaðila með því að haka í þennan reit. |
Auðkenni innlesturs | Hér er hægt að tilgreina greiðslur hvaða auðkenna verða lesnar inn í kerfið. Ef ekkert er tilgreint eru greiðslur allra auðkenna kröfuhafans lesnar inn. Komma er notuð til að skipta niður auðkennunum ef þau eru fleiri en eitt. |
Nota aðeins þennan mótreikn. | Vísar í bankareikning sem settur upp ofar. Yfirleitt aðeins notað af sveitarfélögum. |
Sleppa öðrum kostnaði í innlestri | Öðrum kostnaði er sleppt við innlestur á greiðslum. |
Auðkenni án annars vanskila- kostnaðar | Virkar svipað og Auðkenni innlesturs. Hér er hægt að tilgreina eitt eða fleiri auðkenni sem ekki bera annan vanskilakostnað. |