Skip to main content
Skip table of contents

Kröfupottur - gjöld

Hér er hægt að tilgreina ýmis aukagjöld sem leggjast á kröfuna.

Reitur

Skýring

Önnur gjöld

Tilkynninga- og greiðslugjald (á pappír)

Gjald sem leggst á kröfur sem prentaðar eru út.

Tilkynninga- og greiðslugjald 2 (pappírslaus)

Gjald sem leggst á pappírslausar kröfur.

Dráttarvaxtaregla

Segir til um hvort reiknast eiga dráttarvextir í banka eða ekki.

Dráttarvaxtastofnkóti

Segir til um af hvaða upphæð dráttarvextir reiknast (sjálfgefið af upphæð kröfu).

Dráttarvaxtakóti RB

Hér er hægt að skrá dráttarvaxtakóta RB.

  • Autt: Reiknast frá og með eind., en reiknaðir út frá gjalddaga 360/360

  • 1: Engir dráttarvexti reiknast

  • 2: Reiknast frá og með eindaga, og reiknaðir út frá eindaga 360/360

  • 3: 1% dráttarvextir reiknast á dag – ríkiskröfur

  • 4: Reiknast frá og með eindaga, en reiknaðir út frá gjalddaga, raun/360

  • 5: Eins og kóti „autt" nema að dagafjöldi er raun/360

  • 6: Eins og dráttarvaxtakóti 2 nema að dagafjöldi raun/360

  • 7: Eins og dráttarvaxtakóti 4, nema að dagafjöldi er 360/360

  • 8: Reiknast frá og með eindaga, en reiknaðir út frá gjalddaga 360/360

  • 9: Eins og dráttarvaxtakóti 8, nema að dagafjöldi er raun/360

Autt og 5 miðast við að greiðsludagar séu frá miðnætti til miðnættis en aðrir kótar miðast við að dagar séu frá 21:00-21:00, þ.e. ef krafa ef greidd eftir kl 21 þá telst sú greiðsla til næsta dags. Nánari útskýringar á kótum má fá hjá RB.

Algengast er að nota kóta 4.

Annar kostnaður

Fyrir sér-ákvörðuð gjöld sem greidd eru af greiðanda kröfu.

Vanskilagjaldakóti

Segir til um hvernig reikna á út vanskilagjald.

Dagafjöldi vanskilagjalds 1

Fjöldi daga frá eindaga/gjalddaga sem mega líða áður en vanskilagjald 1 reiknast.

Dagafjöldi vanskilagjalds 2

Fjöldi daga frá eindaga/gjalddaga sem mega líða áður en vanskilagjald 2 reiknast.

Vanskilagjald

Viðbótargjald vegna vanskila, lagt á kröfu þegar hún hefur náð tilteknum aldri.

Vanskilagjald 2

Viðbótargjald vegna vanskila, lagt á kröfu þegar hún hefur náð tilteknum aldri.

Kröfuafsláttur

Afsláttarkóti

Segir til um hvernig reikna á afslátt. Upphæð og dagafjöldi afsláttar segir til um hvenær afsláttur er veittur og hvaða fjárhæð.

Fyrri afsláttur

Hér er sett inn prósenta eða upphæð eftir því hvað er valið í Afsláttarkóti. Fyrri afsláttur á við Dagafjöldi fyrri afsláttar. Þannig að ef t.d. 10 dagar eru skráðir í Dagafjöldi fyrri afsláttar þá er viðkomandi afsláttur veittur ef krafan er greidd 10 dögum eða fyrr, fyrir gjalddaga/eindaga.

Seinni afsláttur

Hér er sett inn prósenta eða upphæð eftir því hvað er valið í Afsláttarkóti. Seinni afsláttur á við Dagafjöldi seinni afsláttar. Þannig að ef t.d. 5 dagar eru skráðir í Dagafjöldi seinni afsláttar þá er viðkomandi afsláttur veittur ef krafan er greidd 5 dögum eða fyrr, fyrir gjalddaga/eindaga. Seinni afsláttur tekur þó aðeins gildi sé fyrri afsláttur ekki lengur í gildi.

Dagafjöldi fyrri afsláttar

Talan sem slegin er hér inn segir til um það hversu mörgum dögum fyrir eindaga/gjalddaga viðkomandi þarf að greiða kröfuna til að njóta fyrri afsláttar.

Dagafjöldi seinni afsláttar

Talan sem slegin er hér inn segir til um það hversu mörgum dögum fyrir eindaga/gjalddaga viðkomandi þarf að greiða kröfuna til að njóta seinni afsláttar.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.