Hér er hægt að tilgreina ýmis aukagjöld sem leggjast á kröfuna.

Reitur

Skýring

Önnur gjöld

Tilkynninga- og greiðslugjald (á pappír)

Gjald sem leggst á kröfur sem prentaðar eru út.

Tilkynninga- og greiðslugjald 2 (pappírslaus)

Gjald sem leggst á pappírslausar kröfur.

Dráttarvaxtaregla

Segir til um hvort reiknast eiga dráttarvextir í banka eða ekki.

Dráttarvaxtastofnkóti

Segir til um af hvaða upphæð dráttarvextir reiknast (sjálfgefið af upphæð kröfu).

Dráttarvaxtakóti RB

Hér er hægt að skrá dráttarvaxtakóta RB.

  • Autt: Reiknast frá og með eind., en reiknaðir út frá gjalddaga 360/360

  • 1: Engir dráttarvexti reiknast

  • 2: Reiknast frá og með eindaga, og reiknaðir út frá eindaga 360/360

  • 3: 1% dráttarvextir reiknast á dag – ríkiskröfur

  • 4: Reiknast frá og með eindaga, en reiknaðir út frá gjalddaga, raun/360

  • 5: Eins og kóti „autt" nema að dagafjöldi er raun/360

  • 6: Eins og dráttarvaxtakóti 2 nema að dagafjöldi raun/360

  • 7: Eins og dráttarvaxtakóti 4, nema að dagafjöldi er 360/360

  • 8: Reiknast frá og með eindaga, en reiknaðir út frá gjalddaga 360/360

  • 9: Eins og dráttarvaxtakóti 8, nema að dagafjöldi er raun/360

Autt og 5 miðast við að greiðsludagar séu frá miðnætti til miðnættis en aðrir kótar miðast við að dagar séu frá 21:00-21:00, þ.e. ef krafa ef greidd eftir kl 21 þá telst sú greiðsla til næsta dags. Nánari útskýringar á kótum má fá hjá RB.

Algengast er að nota kóta 4.

Annar kostnaður

Fyrir sér-ákvörðuð gjöld sem greidd eru af greiðanda kröfu.

Vanskilagjaldakóti

Segir til um hvernig reikna á út vanskilagjald.

Dagafjöldi vanskilagjalds 1

Fjöldi daga frá eindaga/gjalddaga sem mega líða áður en vanskilagjald 1 reiknast.

Dagafjöldi vanskilagjalds 2

Fjöldi daga frá eindaga/gjalddaga sem mega líða áður en vanskilagjald 2 reiknast.

Vanskilagjald

Viðbótargjald vegna vanskila, lagt á kröfu þegar hún hefur náð tilteknum aldri.

Vanskilagjald 2

Viðbótargjald vegna vanskila, lagt á kröfu þegar hún hefur náð tilteknum aldri.

Kröfuafsláttur

Afsláttarkóti

Segir til um hvernig reikna á afslátt. Upphæð og dagafjöldi afsláttar segir til um hvenær afsláttur er veittur og hvaða fjárhæð.

Fyrri afsláttur

Hér er sett inn prósenta eða upphæð eftir því hvað er valið í Afsláttarkóti. Fyrri afsláttur á við Dagafjöldi fyrri afsláttar. Þannig að ef t.d. 10 dagar eru skráðir í Dagafjöldi fyrri afsláttar þá er viðkomandi afsláttur veittur ef krafan er greidd 10 dögum eða fyrr, fyrir gjalddaga/eindaga.

Seinni afsláttur

Hér er sett inn prósenta eða upphæð eftir því hvað er valið í Afsláttarkóti. Seinni afsláttur á við Dagafjöldi seinni afsláttar. Þannig að ef t.d. 5 dagar eru skráðir í Dagafjöldi seinni afsláttar þá er viðkomandi afsláttur veittur ef krafan er greidd 5 dögum eða fyrr, fyrir gjalddaga/eindaga. Seinni afsláttur tekur þó aðeins gildi sé fyrri afsláttur ekki lengur í gildi.

Dagafjöldi fyrri afsláttar

Talan sem slegin er hér inn segir til um það hversu mörgum dögum fyrir eindaga/gjalddaga viðkomandi þarf að greiða kröfuna til að njóta fyrri afsláttar.

Dagafjöldi seinni afsláttar

Talan sem slegin er hér inn segir til um það hversu mörgum dögum fyrir eindaga/gjalddaga viðkomandi þarf að greiða kröfuna til að njóta seinni afsláttar.