Motus milliinheimta - yfirlit
Hér birtist listi yfir þær kröfur sem eru komnar í milliinnheimtu. Með því að velja Stjórna > Skoða þá opnast valin krafa og hægt að skoða stöðu kröfunnar.

Hægt er að skoða ýmist allar kröfur, ógreiddar, greiddar eða niðurfelldar með því að velja afmarkanir:

Aðgerðir Motus
Hnappur | Skýring |
---|---|
Opna vefsvæði Motus | Opnar vef Motus fyrir millinnheimtu með aðgangi notanda. |
Sækja nýskráðar kröfur | Þegar þesssi aðgerð er valin kemur upp gluggi með nýskráðum málum hjá Motus. Taka þarf afstöðu til krafnanna:
|
Opna kröfu | Aðgerð sem opnar kröfu fyrir breytingar. |
Uppfæra valdar kröfur | Kröfur sem eiga sannarlega að fara í innheimtu hjá Motus eru valdar og valið að Uppfæra kröfu. |
Sækja greiðslu | Þessi aðgerð er notuð þegar sækja á greiðslur til Motus. |
Fresta kröfu | Hægt er að fresta kröfu til ákveðins dags. |
Krafa
Hnappur | Skýring |
---|---|
Uppreikna samtölu valdra lína | Sýnir samtölu valdra lína í glugganum (F7). |
Prenta seðil | Prentar kröfuseðla. |
Samskiptasaga | Hægt er að skoða skráðar athugasemdir hér. |
Reikningar | Opnar reikninginn sem er á bak við kröfuna. |
Viðskiptavinur | Opnar viðskiptamannaspjald valins viðskiptavinar. |
Viðskiptamannafærslur | Opnar viðskiptamannafærslur valins viðskiptavinar. |
Kröfukeyrsla | Opnar kröfukeyrslu viðkomandi kröfu. |
Aðgerðir
Hnappur | Skýring |
---|---|
Rafræn samskipti | Hér er hægt að sækja kröfur tímabils, Uppfæra allar kröfur, Senda greiðsluupplýsingar um kröfu, fella niður kröfu og skila kröfu. Einnig er hægt að sækja kröfur eftir stöðu þ.e. hvort þær eru i innheimtu, niðurfelldar eða mælt með lögheimtu. |
Reikningaprentun | Hér er hægt að velja að senda reikninga og kreditreikninga til Motus. Hér birtist listi yfir alla reikninga og hægt er að velja úr lista þá reikninga sem á að senda. |