Skip to main content
Skip table of contents

Áætlun sett á verk

Hægt er að setja áætlun inn á verk til að auðvelda ábyrgðaraðila að fylgjast með hvort verkið standist áætlun hvað varðar tímaramma og kostnað. Til að setja inn áætlun er farið í Fletta uppá borða á Verkspjaldi og þar valið Áætlun. Línur þurfa að innihalda Verkhlutanr. verks, Dagsetningu, Tegund og Nr., Magn og Ein.verð.
Tegund línu er mikilvægt að fylla út til að stýra virkni línanna. Ef Fjárhagsáætlun er valið verður línan til í áætlun en ef Reikningshæft er valið verður línan til undir Óreikn.f. samningslínur verks og kemur til reikningsfærslu á þeirri dagsetningu sem sett er inn. Þegar um samningsverk er að ræða getur hentað að velja í tegund línu Bæði fjárhagsáætlun og reikningshæft og þá verður bæði til áætlunarlína og lína til reikningsfærslu.

Hægt er að bæta við reitum á flipanum Verkefni inn á verkspjaldi til að sjá áætlaða tíma, notkun, reikningsfærða tíma, áætlað verð, áætlaðan kostnað o.fl. sundurliðað á verkhluta. Einnig er hægt að fara frá Verkspjaldi í Tengt, Verk og Upplýsingar til að sjá yfirlit yfir áætlun, notkun, reikningsfært ofl. eða í Skýrslur og skoða Verk afgreitt í áætlun.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.