Innkaupareikningur á verk
Hægt er að tengja Innkaupareikning við verk.
Innkaupareikningur er skráður inn á hefðbundinn hátt, tilgreina þarf Verk nr. og Verkhluta nr. verks í hverri línu innkaupareikningsins þar sem sami innkaupareikningurinn getur deilst niður á mörg verk
Einingaverð verks verður að vera útfyllt og segir til um söluverð á verkinu, það getur komið sjálfkrafa ef verðuppsetning er fyrir hendi en að öðrum kosti má slá það inn. Þegar reikningurinn er bókaður verður til samningslína á verkinu ef um reikningshæf verk er að ræða.
Innkaup geta einnig verið bókuð í gegnum Uppáskrfitarkerfi Wise. Tenging uppáskrifarreiknings við verk virkar á sama hátt og fyrir innkaupareikning.
Nánari upplýsingar um Uppáskrifatkerfi Wise má nálgast hjá Wies.