Skip to main content
Skip table of contents

Prófarkir

Reitur

Skýring

Nota prófarkakerfi

Tilgreinir hvort fyrirtækið er að nota prófarkarkerfið.

Númeraröð prófarka

Tilgreinir kóða fyrir númeraröð sem er notuð til að úthluta númerum á próförkum. Skoða má uppsettar númeraraðir í töflunni Númeraraðir með því að smella á felliörina í reitnum.

Afmarka á Tegund verks

Tilgreinir að við myndum prófarka er afmarkað eftir tegund verks í verkfærslum en ekki verki.

Vinnuskýrsla prófarkar

Þessi skýrsla vinnur á óbókuðum próförkum og er aðgengileg á opnum, staðfestum og reikningsfærðum próförkum.

Heiti vinnuskýrslu prófarkar

Heiti skýrslu sem vinnur á óbókuðum próförkum og er aðgengileg á opnum, staðfestum og reikningsfærðum próförkum.

Fjárhagsreikn. verðbóta

Tilgreinir fjárhagsreikning sem er notaður til að bóka verðbótauppreikning á verki.

Ekki neikvæð vísitölubreyting

Ef hakað hér þá leyfir kerfið ekki neikvæðan verðbóta uppreikning.

Afsláttur í opnum próförkum verður settur á línur

Tilgreinir hvaða línur eiga að fá afslátt. Á aðeins við aðgerðirnar setja afsl. % eða afsl. upphæð á prófarkarlínur í opinni próförk.

Yfirferð prófarka skilyrði

Tilgreinir hvort það verði að vera hakað í "Yfirfarið" í prófarkarhaus til þess að hægt sé að reikningsfæra og bóka próförkina.

Bóka prófarkareikning

Tilgreinir hvort reikningurinn bókast um leið og valið er að reikningsfæra próförk. Próförkin fer því úr stöðunni opin/staðfest í stöðuna bókuð

Endurreikn.færa sama magn

Tilgreinir, þegar kreditpróförk er bókuð og ný debet próförk stofnuð, hvort magn í reitunum “Geymt” og “Fellt” eigi að haldast óbreytt frá upprunalegu próförkinni.

Prófarkir eru sýnilegar öllum

Ef hakað er við hér þá geta allir séð prófarkir.

Sjálfgefin tegund kreditfærslu

Tilgreinir sjálfgefna tegund kredifærslu á stofnuðum kreditpróförkum

Yfirumsjón getur staðfest prófarkir.

Ef hakað er við hér þá getur yfirumsjón staðfest prófarkir.

Ábyrgðaraðili getur staðfest prófarkir.

Ef hakað er við hér þá getur ábyrgðaraðili staðfest prófarkir.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.