Prófarkir
Reitur | Skýring |
---|---|
Nota prófarkakerfi | Tilgreinir hvort fyrirtækið er að nota prófarkarkerfið. |
Númeraröð prófarka | Tilgreinir kóða fyrir númeraröð sem er notuð til að úthluta númerum á próförkum. Skoða má uppsettar númeraraðir í töflunni Númeraraðir með því að smella á felliörina í reitnum. |
Afmarka á Tegund verks | Tilgreinir að við myndum prófarka er afmarkað eftir tegund verks í verkfærslum en ekki verki. |
Vinnuskýrsla prófarkar | Þessi skýrsla vinnur á óbókuðum próförkum og er aðgengileg á opnum, staðfestum og reikningsfærðum próförkum. |
Heiti vinnuskýrslu prófarkar | Heiti skýrslu sem vinnur á óbókuðum próförkum og er aðgengileg á opnum, staðfestum og reikningsfærðum próförkum. |
Fjárhagsreikn. verðbóta | Tilgreinir fjárhagsreikning sem er notaður til að bóka verðbótauppreikning á verki. |
Ekki neikvæð vísitölubreyting | Ef hakað hér þá leyfir kerfið ekki neikvæðan verðbóta uppreikning. |
Afsláttur í opnum próförkum verður settur á línur | Tilgreinir hvaða línur eiga að fá afslátt. Á aðeins við aðgerðirnar setja afsl. % eða afsl. upphæð á prófarkarlínur í opinni próförk. |
Yfirferð prófarka skilyrði | Tilgreinir hvort það verði að vera hakað í "Yfirfarið" í prófarkarhaus til þess að hægt sé að reikningsfæra og bóka próförkina. |
Bóka prófarkareikning | Tilgreinir hvort reikningurinn bókast um leið og valið er að reikningsfæra próförk. Próförkin fer því úr stöðunni opin/staðfest í stöðuna bókuð |
Endurreikn.færa sama magn | Tilgreinir, þegar kreditpróförk er bókuð og ný debet próförk stofnuð, hvort magn í reitunum “Geymt” og “Fellt” eigi að haldast óbreytt frá upprunalegu próförkinni. |
Prófarkir eru sýnilegar öllum | Ef hakað er við hér þá geta allir séð prófarkir. |
Sjálfgefin tegund kreditfærslu | Tilgreinir sjálfgefna tegund kredifærslu á stofnuðum kreditpróförkum |
Yfirumsjón getur staðfest prófarkir. | Ef hakað er við hér þá getur yfirumsjón staðfest prófarkir. |
Ábyrgðaraðili getur staðfest prófarkir. | Ef hakað er við hér þá getur ábyrgðaraðili staðfest prófarkir. |