Söluverðlisti fyrir verk
Þegar söluverðlisti er settur upp er hægt að velja hvort listinn eigi við um öll verk, ákveðið verk eða ákveðinn verkhluta. Ef valið er „Á við um gerð“ = Verk er sett fyrir neðan hvaða verk uppsetning á við um. Þá er valið hvort setja eigi upp verðlista fyrir verð eða afslátt eða bæði.
Undir Línur er tilgreint hverju verðlistinn stýrir. Þar segir Vörutegund til um hvort hafa eigi áhrif á verð Vöru, Vöruafsláttarflokks, Forða, Forðaflokk, Þjónustukostnað eða Fjárhagsreikning. Sjá má nokkur dæmi um uppsetningu á meðfylgjandi mynd.
Ef afsláttur er settur inn verður að vera hakað við Leyfa línuafslátt í línunni. Að öðrum kosti virkar ekki afslátturinn.
Ef valið er að setja upp verðlista yfir verð og afslátt er ekki nóg að setja annað í reitinn heldur þarf bæði að setja inn Verð og afsláttinn.