Frá viðskiptamannalista (eða spjaldi) er hægt að fara í Fletta og Söluverðlistar til að setja upp verðlista á viðskiptamann. Algengt er að ákveðnir viðskiptamenn séu með reikningsafslátt eða jafnvel sér verðskrá. Ef svo er er hægt að setja upp sér söluverðlista fyrir þann viðskiptamann.
Einnig er hægt að setja upp Afsl.flokka viðskiptamanns (undir Reikningsfærsla á Viðsk.m.spjaldi) og tengja á Söluverðlista við t.d. Vöru, Forða eða Fjárhagsreikning. Dæmi um þetta má sjá á myndinni hér að neðan þar sem Afsl.flokkur viðskiptamanns og Vöruafsl.flokkur (undir Verð og sala á Birgðaspjaldi) er tengt saman í Söluverðlista með 5% afslátt. Afslátturinn birtist svo í línu í Verkbók og Óreikn.f. Samningslínur verks þegar Vara með þessum afsláttakóða er skráð á Verk tengd þessum Viðskiptamanni.