Skip to main content
Skip table of contents

Tímaskráning starfsmanna

Út frá hlutverki verkbókhalds er hægt að fara í Tímaskráning og opnast þá þægilegt viðbót fyrir notendur í BC til að skrá tímana sína. Í þessu viðmóti hefur notandi yfirsýn yfir skráningar dagsins, heildar tímafjölda fyrir vikuna og heildartíma fyrir tímabil.

  • Þegar síðan er opnuð er afmarkað sjálfkrafa á verkbók þess notanda sem er srkáður inn í kerfið

  • Dagsetning er sjálfgefinn dagurinn í dag. Hægt er að skipta um dagsetningu með því að notað aðgerðirnar Fyrri dagur eða Næsti dagur, einnig er hægt að velja dasetningu út frá dagatali í reitnum

  • Í línum þarf notandi að fylla út í reitina Verk nr., Verkkhluti nr. og Magn. Hafi verið valið í verkagrunni að Lýsing tímaskráningarfærslu nauðsynleg þá þarf notandi einnig að setja inn greinagóða lýsingu á vinnu sinni. Ef það eru skilgreindar vinnutegundir þarf einnig að velja inn Kóti vinnutegundar
    Verkbeiðnakerfi Wise í notkun þá þarf notandinn aðeins að velja rétta verkbeiðni og kemur þá verk og verkhlutanúmer sjálfkrafa í línuna. Hægt er að fá nánari upplýsingar um kerfishlutann verkbeiðnir hjá Wise.

  • Til að skrá kostnað, eins og akstur eða ferðakostnað, á verk er fyrst skráð inn línan með vinnutíma, síðan er farið í aðgerðina Skrá kostnað. Þar er valinn inn viðeigandi kostnaðarforði og skráð inn viðeigandi magn. Þegar kostnaður hefur verið skráður á línuna kemur upp fjöldi skráðra kostnaðarlína í reitinn Kostnaðarlínur

  • Aðgerðin Staðfesta til dags. notar starfsmaðurinn til þess að staðfesta að tímaskráningu sé lokið fyrir alla daga fram að dagsetningunni sem staðfest er fyrir. Séu færslur ekki að uppfylla skilyrðin um að verk, verkhluti og magn sé útfyllt þá kemur upp villu listi þar sem starfsmaður getur séð hvaða færslur þarf að lagfæra.

  • Aðgerðina Fjölda skrá er hægt að nota ef sama skráning á við um langt tímabil, t.d. skráningar í sumarfrí

  • Undir Mín verk getur notandi valið inn þau verk sem hann vill geta valið úr án þess að opna heildarlista verka.

Í upplýsingaboxinu Tímabil - Samtölur hægra megin á síðunni er hægt að sjá ýmsar upplýsingar um tímabilið sem unnið er með. Óstaðfestar tímaskráningarfærslur sýnir fjölda tímasrkáningafærslna sem ekki hafa verið staðfestar af notanda. Kostnaðarfærsla sýnir fjölda kostnaðarfærslna í verkbókum. Tímar í tímaskráningarfærslum sýna heildartímafjölda í verkbókum fyrir tímabilið. Geta, sem sýnir vinnuskyldu tímabilsins og Mismunur segir til um hversu marga tíma á eftir að skrá fyrir tímabilið.

Upplýsingaboxið Vika - staða tímasráningar sýnir fjölda tíma skráða brotið niður á vikudaga.

Önnur leið til að skoða hve mikið hefur verið unnið á tímabilinu er skýrslan Mánuður sem er aftast í borða. Þessi skýrsla sýnir sundurliðun á vinnutímum eftir dögum.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.