Verkbók
Verkbók er ætluð fyrir bókara eða starfsmenn sem hafa heimild til að breyta verðum eða hverju sem er í verkbókinni.
Þegar skrá þarf kostnað á verk sem þegar er kominn inn í fjárhag eða á ekki að fara þar í gegn er það skrá í verkbók. Skráning á verk í gegnum verkbók hefur engin áhrif á fjárhag, kostnaður skráist eingöngu á verkið.
Þegar færslur eru skráðar og bókaðar í gegnum verkbók verða til notkunarfærslur inn á verkinu. Sé verkið stillt þannig að það eigi að reikningsfæra notkun þá verða einnig til Óreikn.f. samningslínur verks sem hægt er að reikningsfæra á viðkomandi verk/viðskiptamann.