Skip to main content
Skip table of contents

Verkhlutar

Þegar verk hefur verið stofnað þarf að stofna að lágmarki einn verkhluta. Gott er að gera sér grein fyrir því hvaða upplýsingar sundurliðun á verkinu á að gefa áður en verkhlutar eru settir upp. Hægt er að vera með marga verkhluta en best að hafa uppsetningar eins einfaldar og hægt er en þó þannig að greining sé nákvæm. Þegar verkhlutar eru settir upp þarf að:

  1. Skrá Verkhlutanr. verks og Lýsingu

  2. Tegund verks kemur sjálfkrafa af verkinu en hægt er að breyta henni, t.d. ef sumir verkhluter eru útseldir eftir notkun og aðrir á föstu verði eða óreikningshæfir.

  3. Hakið í reitnum Reikn.færa notkun stýrist sjálfkrafa af Tegund verks sem valin er.

  4. Verkhluti sem á að vera hægt að skrá notkun á þarf að hafa Verkhlutategund verks = Reikningur. Gott getur verið að stofna verkhluta sem eru af tegundinn Frátala, Tiltala og Samtala en þeir eru til að mynda tölfræðiyfirlit yfir verkið, Séu verkhlutar settir upp á þennan hátt er hægt að fara í Aðgerðir og velja þar aðgerðins Inndráttur verkhluta verks til þess að fá rétta þrepun í verkhlutalistann

  5. Fleiri valmöguleikar eru til staðar í sundurliðun verkhluta eins og að notast við mismunandi víddir, tilgreina mismunandi kóta vinnutegundar, mismunandi ábyrgðaraðilar, reikningsfæra á annan viðskiptamann en getið er á verkspjaldi o.fl.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.