Skip to main content
Skip table of contents

Yfirnotandi sérfræðiverkbókhalds

Þetta hlutverk er ætlað starfsfólki í bókhaldi sem sér um stofnun forða og verka, ásamt reikningagerð.

Efst á síðunni erum við með borða sem fylgir notandanum í gegnum allt kerfið meðan þetta hlutverk er valið. Þannig getur notandinn farið inn í Viðskiptamannalistann en samt verið með flýtileið efst á borðanum í Færslubækur, Tímabilsaðgerðir, Bókuð fylgiskjöl osfrv. Aftast á borðanum er svokallaður hamborgari þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir valið hlutverk og einnig skoða önnur hlutverk.
Þar fyrir neðan er borði með flýtileiðir út frá hlutverkinu inn í ákveðnar síður verkbókhaldsins; Verk, Yfirlit verkbóka, Sölureikninga, Sölukreditreikninga, Viðskiptamenn og Forða. Þessi borði kemur notandanum inn í þessar síður út frá heimasvæðinu með fljótlegum hætti.
Síðan erum við með flýtileið inn í algengar aðgerðir notenda í sérfræðiverkbókhaldi. Tímaskráning, Verkbækur og Stofnun sölureikninga eru þar á meðal.
Þá sjáum við kassa sem fylgja hlutverkinu. Þarna erum við með Verk til yfirferðar og Opin verk og svo Reikninga, Kreditreikninga og Samningsverk. Tölurnar í kössunum sýna notandanum hve mikið af þessu tilheyra honum. Þannig má sjá á meðfylgjandi mynd að 6 verk eru opin á þennan notanda og hann á eftir að yfirfara tímaskráningu á þremur verkum.
Neðst á myndinni sjáum við svo hvar notandinn getur sett inn gögn sem hann vill halda sérstaklega utan um. Sem dæmi getur notandinn sett upp sína helstu viðskiptamenn og með einum smelli opnað viðskiptamannaspjald þess viðskiptamanns.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.