Eyða próförk
Eingöngu er hægt að eyða opnum próförkum. Efst á próförkum er möguleikinn að eyða þeirri próförk sem er opin en út frá lista prófarkar er hægt að eyða öllum opnum próförkum með því að fara í Aðgerðir og Eyða öllum. Hægt er að setja afmörkun á fyrst ef ekki á að eyða öllum próförkum, þá eyðast aðeins sýnilegar prófarkir.
Þegar próförk er eydd haldast línurnar óbreyttar inn á verkinu og lausar frá próförkinni svo hægt er að reikningsfæra þær aftur með nýrri próförk.
Ef próförk hefur verið staðfest sem á ekki rétt á sér er hægt að fara í Vinnsla og Enduropna og er þá hægt að eyða próförkinni.