Skip to main content
Skip table of contents

Kreditfærsla prófarkar

Eins og með bókaða sölureikninga er hægt að kreditfæra reikningsfærðar prófarkir. Farið er í Bókaðar prófarkir og undir Vinnsla er hnappurinn Stofna Kreditpróförk, bæði frá lista og inn á spjaldi prófarkar.

Setja verður inn bókunardagsetningu fyrir kredit próförkina en valkvætt að setja inn færslutexta og hvort kredit próförkin opnist strax. Síðan er smellt á í lagi og hefur þá kredit próförk verið mynduð en hana þarf að bóka.

Áður en kredit próförkin er bókuð þarf að skoða reitinn “Tegund kreditfærslu”. Sjálfkrafa verður til ný debet próförk við bókun á kredit próförkinni og myndast nýjar samningslínur á verkið sem fara í þá próförk. Þeirri próförk er þó alltaf hægt að eyða ef samningslínur eiga að myndast en ekki tengjast próförk strax.

Með því að velja í þennan reit “Tegund kreditfærslu” = “Ekkert valið” myndast ekki þessar nýju samningslínur og þar með ekki ný debet próförk við bókun á kreditpróförkinni.

Í verkagrunni er hak sem segir til um hvort geymdir og felldir tímar eigi að haldast óbreyttir þegar kreditpróförk er bókuð og ný debet próförk myndast:

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.