Próförk mynduð
Þegar verkbækur hafa verið bókaðar og allar samningslínur tilbúnar inn á Óreikn.f. samningslínur verks er hægt að mynda prófarkir. Almennt eru prófarkir myndaðar í keyrslu fyrir alla útistandandi línur á tímabilinu en einnig er hægt að stofna próförk út frá hverju verki fyrir sig, viðskiptamanni eða annari valinni afmörkun.
Frá hlutverki er farið í Tímabilsaðgerðir > Verk – stofna prófarkir.

Til þess að mynda prófarkir er nauðsynlegt að fyllt út í reitina Bókunardagsetning og Afmörkun áætlunardags.
Bókunardagsetning skráist í haus prófarkarinnar sem myndast en það er þó hægt að breyta dagsetningunni á prófök fyrir bókun ef þarf. Þessi dagsetning verður bókunardagsetning reikningsins sem myndast.
Í Afmörkun áætlunardags. er skilgreint það tímabil sem á að vinna með í próförkum, t.d. ef reikningagerð er unnin mánaðarlega þá er sett inn mánaðartímabil í þennan reit.
Færslutexti er texti sem mun skrást á prófarkir og af próförkum flytst hann í sölureikning og þaðan í bókaðar viðskiptamannafærslur. Þetta er því texti sem birtist í færsluyfirliti viðskiptamanna. Ef ekkert er valið, þá notað kerfið sjálfkrafa færslutextann Reikningur.
Reikningstexti er texti sem fer í línu á sölureikningi og kemur fram í útprentun reiknings.
Hafi tímar verið geymdir á fyrri tímabilum er hakað við reitinn Sækja geymdar og ásamt því að setja inn dagsetningu í Sækja geymdar frá dags. Kerfið leitar þá í færslum á tímabilinu frá og með þessari dagsetningu og ef finnast geymdar óreikningsfærðar samningslínur eru þær sóttar inn á próförkina og hægt að reikningsfæra ef vill.
Nánar er farið í það hvernig tímar eru geymdir í kaflanum Yfirferð prófarka.
Það er hægt að sækja geymdar færslur hvort sem verið er að stofna próförk eina próförk eða margar í einni keyrslu.
Annar valkostur við myndun prófarka er Kostn.færslur fyrri mán. Þegar hakað er í þennan reit er athugað hvort það séu óreikningsfærðar kostnaðarfærslur (með Tegund = Fjárhagur) sem hafa myndast eftir að prófarkir voru myndaðar fyrir síðasta tímabil og þær teknar með ef þær eru til staðar á verkinu/verkunum. Tímabil sem miðað er við er valið í retinn Sækja kostnað á tímabil, t.d. með því að setja inn -1M sem þýðir einn mánður fyrir það tímabil sem verið er að vinna með.
Aðgerðina Stofna Próförk er einnig að finna á Verkspjald > Fletta > Óreikn.færðar samn.línur > Vinnsla þegar aðgerðin er keyrð upp frá verkspjaldi þá opnast sami gluggi en með sjálfgefinni afmörkun á valið verk.
Venjulega verður til ein próförk fyrir hvert verk eina undantekningin frá því er þegar hafa verið skilgreindir margir verkkaupar á eitt verk.