Skip to main content
Skip table of contents

Reikningsfæra prófarkir

Þegar próförk hefur verið yfirfarin og staðfest þarf að reikningsfæra hana. Þetta er gert í nokkrum skrefum til að bjóða upp á að fleiri en einn starfsmaður yfirfari prófarkir áður en reikningur er myndaður. Nú er farið í Staðfestar prófarkir en hérna er þó ekki hægt að gera neinar breytingar. Þessi yfirferð bíður notandanum uppá að staðfesta fyrri yfirferð með því að Reikningsfæra próförkina eða Enduropna hana ef gera þarf frekari breytingar og færist próförkin þá aftur í listann yfir Opnar prófarkir.

Hægt er að stytta þetta ferli með því að velja Staðfesta og reikningsfæra þegar fyrstu yfirferð líkur og fer próförkin þá beint í stöðuna Reikningsfærðar Prófarkir.

Oftast er það bókhaldið sem tekur við eftir yfirferð og bókar prófarkirnar. Í Reikningsfærðar prófarkir er hægt að bóka alla reikninga í einu eða valda. Ef valin er aðgerðin Bóka og senda fara reikningar í prentun eða tölvupóst eftir því hvernig Forstillingar skjalasendingar eru uppsettar á spjaldi viðkomandi viðskiptamanns.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.