Skip to main content
Skip table of contents

Staða prófarkar

Nauðsynlegt er að notandi átti sig á hvernig próförk skiptir um stöðu í ferli sínu í gegnum kerfið. Prófarkir eru alltaf með eina ákveðna Stöðu.

Staða prófarka

Skýring

Opin

Þegar próförk er stofnuð fær hún stöðuna Opin. Þá er hún opin fyrir breytingum, hægt að sækja i hana óreikningsfærðar samningslínur, breyta og eyða. Þegar próförkin er tilbúin þá er hún staðfest. Við það flyst hún fyrir á næsta stig Staðfest.

Þetta er eina staðan sem hægt er að gera breytingar á próförk.

Staðfest

Staðfestum próförkum er ekki hægt að breyta heldur bíða þær reikningsfærslu. Þegar staðfest próförk er reikningsfærð þá flyst hún yfir á næsta stig Reikningsfærð.
Mögulegt er að enduropna próförk í þessari stöðu og fær hún þá stöðuna Opin og þá hægt að gera breytingar á henni.

Reikningsfærð

Þegar próförkin er komin í þessa stöðu þá er ekki hægt að gera neinar breytingar og það hefur verið myndaður sölureikningur út frá færslum í próförkinni.

Mögulegt er að enduropna próförk í þessari stöðu, tengdum sölureikningi er þá eytt út og próförkin fær stöðuna Opin þar sem hægt er að gera breytingar á henni.

Bókuð

Þegar sölureikningur sem tengdur eru próförk er bókaður þá breytist staða prófakarinnar í Bókuð.
Ekki er hægt að enduropna próförk í þessari stöðu þar sem sölureikningur hefur verið bókaður. Þurfi að gera breytingar eftir að próförk hefur verið bókuð þarf að gera kreditpróförk.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.