Nauðsynlegt er að notandi átti sig á hvernig próförk skiptir um stöðu í ferli sínu í gegnum kerfið. Prófarkir eru alltaf með eina ákveðna Stöðu.

Staða prófarka

Skýring

Opin

Þegar próförk er stofnuð fær hún stöðuna Opin. Þá er hún opin fyrir breytingum, hægt að sækja i hana óreikningsfærðar samningslínur, breyta og eyða. Þegar próförkin er tilbúin þá er hún staðfest. Við það flyst hún fyrir á næsta stig Staðfest.

Þetta er eina staðan sem hægt er að gera breytingar á próförk.

Staðfest

Staðfestum próförkum er ekki hægt að breyta heldur bíða þær reikningsfærslu. Þegar staðfest próförk er reikningsfærð þá flyst hún yfir á næsta stig Reikningsfærð.
Mögulegt er að enduropna próförk í þessari stöðu og fær hún þá stöðuna Opin og þá hægt að gera breytingar á henni.

Reikningsfærð

Þegar próförkin er komin í þessa stöðu þá er ekki hægt að gera neinar breytingar og það hefur verið myndaður sölureikningur út frá færslum í próförkinni.

Mögulegt er að enduropna próförk í þessari stöðu, tengdum sölureikningi er þá eytt út og próförkin fær stöðuna Opin þar sem hægt er að gera breytingar á henni.

Bókuð

Þegar sölureikningur sem tengdur eru próförk er bókaður þá breytist staða prófakarinnar í Bókuð.
Ekki er hægt að enduropna próförk í þessari stöðu þar sem sölureikningur hefur verið bókaður. Þurfi að gera breytingar eftir að próförk hefur verið bókuð þarf að gera kreditpróförk.