Útselt verk fer í gegnum eftirfarandi ferli í verkbókhaldinu. Prófarkir koma inn í reikningagerðarferli eftir að verkbækur hafa verið bókaðar sjá nánar um vinnuferlið í Sérfræðiverkbókaldi Wise.

  • Verk og verkhlutar stofnaðir

  • Notkun skráð á verk

  • Yfirferð og bókun verkbóka

  • Reikningagerð með Próförkum

Prófarkakerfið kemur í stað stöðluðu keyrslunnar sem stofnar reikninga beint á allar samningslínur.

Myndun prófarka

Prófarkir eru myndaðar með keyrslu Verk - stofna prófarkir og vinnur sú keyrsla á færslum undir Óreikningsfærðar samningslínur á verki.

Meðhöndlun prófarka

Farið er yfir prófarkirnar og þær meðhöndlaðar eftir þörfum, tímar geymdir, felldir niður, afsláttur gefinn o.s.frv. Prófarkir eru staðfestar.

Reikningagerð

Prófarkir sem eru í stöðunni staðfestar eru reikningsfærðar, við það myndast sölureikningur fyrir hverja og eina próförk. Sölureikningar eru bókaðir og prentaðir eða sendir rafrænt með tölvupósi úr kerfinu eða í gegnum skeytamiðlara með kerfishlutanum RSM kerfi Wise. Hægt er að fá nánari upplýsingar um hann hjá Wise.

Innheimta og greiðslur

Mögulegt er að stofna innheimtukröfu í banka fyrir bókuðum sölureikningi með notkun á Innheimtukerfi Wise samkvæmt bókuðum sölureikningum og senda rafrænt í banka. Upplýsingar um greiðslur eru lesnar inn frá bankanum og viðskiptamannafærslur jafnast.