Skip to main content
Skip table of contents

Vinnuferlið

Útselt verk fer í gegnum eftirfarandi ferli í verkbókhaldinu. Prófarkir koma inn í reikningagerðarferli eftir að verkbækur hafa verið bókaðar sjá nánar um vinnuferlið í Sérfræðiverkbókaldi Wise.

  • Verk og verkhlutar stofnaðir

  • Notkun skráð á verk

  • Yfirferð og bókun verkbóka

  • Reikningagerð með Próförkum

Prófarkakerfið kemur í stað stöðluðu keyrslunnar sem stofnar reikninga beint á allar samningslínur.

Myndun prófarka

Prófarkir eru myndaðar með keyrslu Verk - stofna prófarkir og vinnur sú keyrsla á færslum undir Óreikningsfærðar samningslínur á verki.

Meðhöndlun prófarka

Farið er yfir prófarkirnar og þær meðhöndlaðar eftir þörfum, tímar geymdir, felldir niður, afsláttur gefinn o.s.frv. Prófarkir eru staðfestar.

Reikningagerð

Prófarkir sem eru í stöðunni staðfestar eru reikningsfærðar, við það myndast sölureikningur fyrir hverja og eina próförk. Sölureikningar eru bókaðir og prentaðir eða sendir rafrænt með tölvupósi úr kerfinu eða í gegnum skeytamiðlara með kerfishlutanum RSM kerfi Wise. Hægt er að fá nánari upplýsingar um hann hjá Wise.

Innheimta og greiðslur

Mögulegt er að stofna innheimtukröfu í banka fyrir bókuðum sölureikningi með notkun á Innheimtukerfi Wise samkvæmt bókuðum sölureikningum og senda rafrænt í banka. Upplýsingar um greiðslur eru lesnar inn frá bankanum og viðskiptamannafærslur jafnast.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.