Sækja færslur
Sækja færslur
Wise Settlement gerir þér kleift að sækja kortafærslur sjálfvirkt úr Teya kerfinu og flytja þær inn í Business Central. Þessi síða útskýrir hvernig þú sækir uppgjörsgögn fyrir valið tímabil.
Hvernig á að sækja uppgjör
1. Opna Kortauppgjör
Í valmyndinni velurðu Kortauppgjör til að opna uppgjörsyfirlit.

2. Sækja uppgjör
Smelltu á hnappinn Sækja uppgjör til að hefja sóknina.
3. Velja tímabil
Í glugganum sem birtist velurðu dagsetningu frá og dagsetningu til fyrir það tímabil sem þú vilt sækja færslur fyrir.

4. Staðfesta sókn
Staðfestu valið tímabil og kerfið mun sækja allar viðeigandi kortafærslur fyrir þann tíma.
Tengd efni
Áður en þú getur sótt færslur þarf að vera búið að setja upp:
Uppsetning á aðgang - Stilla aðgang að Teya þjónustunni
Setja upp samninga - Skilgreina samninga og bókhaldsupplýsingar
Athugið: Gakktu úr skugga um að rétt notendanafn og lykilorð séu skráð í uppsetningunni áður en þú reynir að sækja uppgjör.