Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning á aðgangi

Uppsetning á aðgangi

Áður en hægt er að sækja kortafærslur úr Teya þarf að setja upp tengingu við þeirra API. Þessi síða útskýrir hvernig á að setja upp aðgang og grunnstillingar fyrir Wise Settlement.

Skref fyrir skref

1. Búa til nýtt kortauppgjör

Farðu í Uppsetning og veldu Uppsetning.

image-20251107-125450.png

Smelltu á + táknið til að búa til nýtt kortauppgjör.

2. Skrá innskráningarupplýsingar

Færðu inn þínar innskráningarupplýsingar frá Teya:

  • Notendanafn - Sama notendanafn og þú notar í Teya þjónustuvef

  • Lykilorð - Sama lykilorð og þú notar í Teya þjónustuvef

Athugið: Þú getur prófað að þessar upplýsingar virki með því að skrá þig inn á þjónustuvef Teya með sömu upplýsingum.

3. Velja bókunarsniðmát

Veldu viðeigandi Heiti bókunarsniðmáts og Bókarkeyrslu fyrir þínar bókhaldsfærslur.

Þessar stillingar ákvarða hvernig kortafærslurnar verða færðar í bókhaldið þitt.

4. Virkja sjálfvirka vinnslu (valfrjálst)

Ef þú vilt að kerfið vinni uppgjörin sjálfkrafa geturðu kveikt á Vinna uppgjör valmöguleikanum.

Næstu skref

Þegar þú hefur lokið þessari uppsetningu þarftu að:

  1. Setja upp samninga - Skilgreina hvern Teya samning fyrir sig

  2. Sækja færslur - Byrja að sækja kortauppgjör


Algengar spurningar

Hvar finn ég mínar Teya innskráningarupplýsingar?
Þú notar sömu upplýsingar og þú skráir þig inn með á þjónustuvef Teya. Ef þú hefur ekki aðgang, hafðu þá samband við Teya þjónustuver.

Hvað ef innskráningin mistekst?
Gakktu úr skugga um að notendanafn og lykilorð séu rétt skráð. Prófaðu að skrá þig inn á Teya þjónustuvef til að staðfesta að aðgangurinn virki.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.