Flipinn Stillingar
Þemu - Möguleiki er á að velja mismunandi lit og þema fyrir skjáinn.
Tungumál - Hægt er að velja á milli íslensku og ensku. Ef breyting verður á dálkaheitum er hægt að velja að Endurhlaða tungumál en þá er náð í nýjustu útgáfu á dálkaheitum.
Val gagnagrunns - Hér er sett inn tenging við BC grunninn.
Hreinsa innlestramöppu - Ef lesið er inn frá möppu þá er hægt að velja að innlestramappan tæmist/skjölunum eytt þegar skjölin eru sótt úr möppunni.
Þjöppun mynda - Útskýrt nánar hér.
Sjálfvirk dagsetning - Endursetur dagsetninguna á daginn í dag.
Sýna minnisnotkun - Vinnsla með mikið magn af stórum myndum getur valdið því að minnisnotkun kerfisins verður mjög mikil. Ef að notandi verður var við að fá Out of memory villu þá er gagnlegt fyrir Wise að fá upplýsingar um minnisnotkun forritsins.
Hægt er að sýna hversu mikið minni forritið er að nota með því að fara í flipann Sýna minnisnotkun.
Þá birtist neðst á aðalmynd forritsins upplýsingar um hversu mikið minni forritið er að nota.
Ram - Sýnir minnisnotkun sjálfs forritsins.
Ram Peak - Sýnir hversu mikið minni forritið sjálft hefur mest notað síðan það var ræst.
Page - Sýnir það minni sem gögn sem forritið hefur hlaðið upp nýtir.
Page Peak - Sýnir hvað page minnið hefur farið mest í síðan forritið var ræst.
Það er algjörlega eðlilegt að þessi gildi fari upp í td Ram 300 og Page 1500. Stýrikerfið sér um að úthluta forritinu minni eftir þörfum og tekur minnið til baka ef forritið þarf ekki á því að halda. Ef samanlögðu gildi þessara tveggja talna fara yfir 2000 þá er líklegt að Out of Memory villa komi upp.
Ef að til þess kemur að Out of memory villa kemur upp þá verður að endurræsa forritið þar sem ekki er hægt að tryggja eðlilega virkni þess eftir að slík villa kemur upp!
Upplýsingar - PDF skjal um helstu endurbætur í Wise Scan útgáfum.
Val skanna - Kemur yfirlit yfir þá skanna sem mögulegt er að nota við skönnunina.
Sýna tómt myndasafn - Hægt er að velja að sýna tómt gallerí en þá er hægt, á fljótlegan hátt, að tengja myndir með því að draga myndir frá Ótengt albúm yfir í Tengt albúm.