Wise Scan Client uppsetning
Þegar Wise Scan er opnað og það er ekki tengt við BC opnast tengingarglugginn sjálfkrafa. Það er líka hægt að komast inn í hann í gegnum Val gagnagrunns hnappinn á flipanum Stillingar.
Þetta er tengingarglugginn.
URL - Soap slóðin úr BC. Sjá fremst í kafla Tenging við BC.
Authentication - Annað hvort notendanafn og lykillorð eða innskráður notandi (þarf vanalega að nota notendanafn og lykillorð).
Domain - Stundum þarf að nota domain en oftast er þessi reitur tómur.
Username - Notandanafn.
Password - Lykilorð.
Þegar ýtt er á Ok þá prófar forritið að tengjast vefþjónustunni og ef allt er í lagi þá er kominn á tenging milli Wisescan og BC. Ef það tekst ekki að tengjast koma villuskilaboð með villunni sem forritið fær frá BC.