Skip to main content
Skip table of contents

Afrita fyrirtæki í grunninum

Afrita fyrirtæki í grunninum - myndband

Á myndbandinu hér fyrir neðan er farið í gegn um hvernig á að taka afrit af fyrirtæki í grunninum. Með því að taka afrit af fyrirtæki er verið að afrita öll gögn t.d. viðskiptamenn, lánardrottna, fjárhagsfærslur og vörur.
Athugið myndbandið hefur verið stytt, það tekur nokkrar mínútur að afrita fyrirtækið.

Afrita fyrirtæki í grunninum - leiðbeiningar

Til að afrita fyrirtæki er farið í leitina (ALT+Q) og ritað Fyrirtæki og þar valið Fyrirtæki.


Ef afrita á fyrirtæki (copy-paste af fyrirtæki) þá er fyrirtækið valið af listanum og aðgerðin Afrita notuð. Athugið að við þessa aðgerð afritast öll gögn, svo sem fjárhagsfærslur, viðskiptamenn, lánardrottnar og vörur.

Þá opnast nýr gluggi þar sem þarf að gefa nýja fyrirtækinu nafn og haka í Ég skil

Þá opnast þessi gluggi, þessi gluggi er uppi í nokkra stund meðan verið er að afrita öll gögn úr fyrirtækinu þegar afritun er lokið hefur nýtt fyrirtæki verið stofnað í grunninn.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.