Skip to main content
Skip table of contents

Bókun inngreiðslna

Hægt er að bóka greiðslur viðskiptamanna; inngreiðslur og lánardrottna; útgreiðslur á einfaldan máta.
Þessar leiðbeiningar eiga við um þá sem ekki notfæra sér banka- og innheimtukerfi Wise, sem eru lausnir sem senda gögn beint í og úr Business Central yfir í íslensku bankana.

Þegar bóka á greiðslur frá viðskipamönnum er aðgerðin Skrá greiðslur viðskiptamanna valin á aðgerðaborða viðskiptamannalistans.

Við það opnast þessi gluggi hér fyrir neðan. Þar þarf að velja inn í hvaða bókarkeyrslu færslurnar eiga að bókast, til dæmis inn í sjálfgefnu inngreiðslubókina. Númeraröð þeirrar bókar sem er valin í uppsetningunni verður notuð sem fylgiskjalsnúmer færslnanna.

Hægt er að velja hvort mótreikningurinn sé bankareikningur eða hvort bóka eigi beint inn á ákveðinn fjárhagslykil. Í dæminu hér til hliðar er bankareikningur valinn sem mótreikningur. Síðan er valið Í lagi. Við það opnast nýr gluggi þar sem hægt er að haka í þær færslur sem var verið að greiða.

Athugið að einungis þær færslur viðskiptamanna sem hafa einhverjar eftirstöðvar koma í þessum lista.

Hér er hakað í færslurnar sem var verið að greiða (1) og greiðslurnar bókaðar (3). Hér þarf að passa upp á bókunardagsetninguna (2), en dagsetningin sem kemur sjálfkrafa er vinnudagsetning kerfisins, sem er dagurinn í dag nema annað sé tekið fram. Sjá kafla Mínar stillingar fyrir nánari upplýsingar um vinnudagsetningu kerfisins.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.