Skip to main content
Skip table of contents

Frumstilling bankareikninga

Áður en byrjað er að lesa inn bankahreyfingar úr banka þarf að Frumstilla bankareikninga og færa inn e-bank upphafsstöðu sem er svo stemmd á móti upphafsstöðu bankareiknings í bókhaldi í afstemmingum.

Byrjum á því að opna Bankasamskiptagrunn með því að fara í uppsetning og Bankasamskiptagrunnur.

image-20240702-121116.png

Þá er farið í punktana þrjá, Aðgerðir og Frumstilla bankareikninga.

image-20240702-121157.png

Þá opnast gluggi sem spyr hvort þú sért viss um að þú viljir skrá inn upphafstöðu, smellið á Já.

image-20240702-121337.png

Þá opnast gluggi með yfirliti yfir alla bankareikningana, þar sem við veljum þann bankareikning sem við ætlum að Frumstilla og smellum svo á Í lagi

image-20240702-121425.png

Þá opnast nýr gluggi þar sem við þurfum að setja inn dagsetningu og upphafsstöðu.

  • Dagsetning er sú þar sem banki og bókhald stemmir. Ef á að nota afstemmingar 01.01.2024 þá er upphafsstaða færð inn á dags. 31.12.2023. Sem sagt alltaf daginn á undan. Svo er fyrsta afstemming bókuð og þá má lesa bankahreyfingar inn úr bankanum frá og með næsta degi á eftir upphafsstöðum, í dæminu hér að ofan myndi fyrsta afstemming vera frá 01.01.24.

Þegar það er komið er smellt á

image-20240702-121617.png

Þá opnast staðfestingargluggi smellið á

image-20240702-135921.png

Næst hefur maður val um að upphafstaðan merkist opin, ef upphafstaða á að vera opin veljið ef upphafstaða á að vera lokuð veljið Nei

image-20240702-135944.png

Að lokum kemur staðfesting á að frumstilling bankareiknings hafi tekist, smellið á Í lagi

image-20240702-140001.png

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.