Skip to main content
Skip table of contents

Bankasamskiptakerfi

Bankasamskiptakerfið samanstendur af fjórum grunnkerfum:

  • Gengisfletting:
    Sækir gengi fyrir valinn dag og skráir inn í BC. Hægt er að velja um Gengi viðskiptabanka, Tollgengi eða Seðlagengi.

  • Uppfletting á bankareikningum og færslum:
    Sóttar eru færslur valins bankareiknings fyrir valið tímabil. Hægt er að prenta út yfirlitið eða lesa það inn í afstemmingu bankareikninga.

  • Afstemming bankareikninga:
    Hér hafa verið smíðaðar ýmsar hagnýtar viðbætur ofan á afstemmingarkerfið í BC t.d. tenging við uppflettingu á bankareikningum, sjálfvirk afstemming, þjöppun færsla o.s.frv.

  • Greiðslukerfi:
    Heldur utanum greiðslu á greiðsluseðlum, gíróseðlum, millifærslur og millifærslur á milli bankareikninga. Greiddir reikningar og millifærslur eru sjálfkrafa bókaðir í fjárhag að viðbættum vöxtum ef greitt er eftir eindaga

Mikilvægt er að sækja um rafræn skilríki ef ekki hefur verið sótt um þau nú þegar, en það er gert hjá Auðkenni (http://www.audkenni.is ). Athugið að kerfið styður einungis búnaðarskilríki, svo kortaskilríki duga ekki til. Einnig þarf að opna fyrir IOBS/B2B tengingu í bankanum, en þjónustufulltrúi bankans getur opnað fyrir þann aðgang.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér: Handbók fyrir Bankasamskiptakerfi Wise

Kaflaskipting bankasamskiptakerfis:

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.