Bankasamskiptakerfið samanstendur af fjórum grunnkerfum:

 • Gengisfletting:
  Sækir gengi fyrir valinn dag og skráir inn í BC. Hægt er að velja um Gengi viðskiptabanka, Tollgengi eða Seðlagengi.

 • Uppfletting á bankareikningum og færslum:
  Sóttar eru færslur valins bankareiknings fyrir valið tímabil. Hægt er að prenta út yfirlitið eða lesa það inn í afstemmingu bankareikninga.

 • Afstemming bankareikninga:
  Hér hafa verið smíðaðar ýmsar hagnýtar viðbætur ofan á afstemmingarkerfið í BC t.d. tenging við uppflettingu á bankareikningum, sjálfvirk afstemming, þjöppun færsla o.s.frv.

 • Greiðslukerfi:
  Heldur utanum greiðslu á greiðsluseðlum, gíróseðlum, millifærslur og millifærslur á milli bankareikninga. Greiddir reikningar og millifærslur eru sjálfkrafa bókaðir í fjárhag að viðbættum vöxtum ef greitt er eftir eindaga

Mikilvægt er að sækja um rafræn skilríki ef ekki hefur verið sótt um þau nú þegar, en það er gert hjá Auðkenni (http://www.audkenni.is ). Athugið að kerfið styður einungis búnaðarskilríki, svo kortaskilríki duga ekki til. Einnig þarf að opna fyrir IOBS/B2B tengingu í bankanum, en þjónustufulltrúi bankans getur opnað fyrir þann aðgang.

Uppsetning

Fyrsta skref er að breyta hlutverkinu í Wise Bankasamskiptakerfi, en það er gert undir Mínar stillingar (alt+T):

Gátlisti fyrir uppsetningu

Til að byrja með opnast gátlisti á heimasíðu notandans. Þar er farið yfir þau atriði sem þarf að stilla svo hægt sé að byrja að nota Bankasamskiptakerfi Wise.

Setja upp Bankasamskiptakerfi Wise

Fyrsta skref í gátlistanum er að Setja upp Bankasamskiptakerfi Wise. Veljið Byrja. Við það opnast glugginn Uppsetningaraðstoð fyrir Bankasamskiptakerfi. Setið hak við Eyða uppsetning ef til er fyrir, veljið síðan Áfram.

Í þessum glugga þarf að velja viðskiptabanka félagsins. Veljið Áfram.

Veljið þann banka sem á að vera sjálfgefinn í kerfinu. Veljið Áfram.

Ef bókhaldið er sett upp með öðrum gjaldmiðli en ISK þarf að stilla hver sjálfgefinn gjaldmiðilskóti fyrir kerfið er og hvaða gjaldmiðilskóti er notaður fyrir íslenskar krónur í kerfinu. Veljið Áfram.

Veljið sjálfgefið sniðmát og keyrslu fyrir bókunaraðgerðir þegar unnið er í bankareikningsafstemmingum. Veljið Áfram.

Til að geta unnið með útgreiðslur í gegnum bankasamskiptakerfið þarf að skrá nokkrar nauðsynlegar upplýsingar, svo sem sniðmát færslubókar og keyrslu fyrir útgreiðslur, sjálfgefinn útgreiðslureikning og fjárhagslykla fyrir vexti og seðilgjald. Veljið Áfram.

Hér er hægt að skrá inn notendaupplýsingar fyrir þær bankastofnanir sem valdar voru til að setja upp. Til að stofna notendur í þessu skrefi er farið línuna og smellt á punktana þrjá , notandi valinn af listanum og smellt á Í lagi.

Svo eru notendanafn og lykilorð viðkomandi inn í netbankann slegin inn. Gerið það sama fyrir aðra notendur ef það á við. Veljið Áfram.

Til þess að geta átt í samskiptum við íslenska banka í gegnum sambankaþjónustuna þarf rafrænt búnaðarskilríki frá Auðkenni. Í þessum glugga er hægt að lesa inn skilríkið inn í kerfið. Veljið punktana þrjá og finnið skilríkið á tölvunni. Setjið svo inn lykilorð skilríkisins. Veljið Áfram.

Veljið Ljúka.

Grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur byrjað að nýta þér möguleika kerfisins.

Setja upp rafræna bankareikninga

Næsta skref í gátlistanum er Yfirlit bankareikninga. Veljið Byrja.

Við það opnast glugginn Breyta – rafrænir reikningar Í þessum glugga þarf að velja inn þá bankareikninga sem á að tengja við kerfið. Munið að velja IOBS í reitnum vefþjónustutenging til að virkja tenginguna.

Notendur banka – yfirlit

Næsta skref í gátlistanum er Notendur banka – yfirlit. Veljið Byrja.

Við það opnast glugginn Breyta – Notendur pr. banka. Ef notendur voru ekki stofnaðir í byrjun eða ef bæta á við fleiri notendum er yfirlit yfir alla notendur í öllum bankastofnunum í þessum glugga. Ef bæta á við notendum þarf að stofna þá í listanum. Nánari leiðbeiningar um stofnun notenda er í kaflanum Bankasamskiptanotendur.

Bankasamskiptagrunnur

Næsta skref í gátlistanum er Bankasamskiptagrunnur. Veljið Byrja.

Grunnurinn opnast en þar er hægt að yfirfara ýmsar stillingar fyrir gengisinnlestur, innlestur á bankahreyfingum og greiðslum.

Stillingar Wise vefþjónustu

Næsta skref í gátlistanum er Stillingar Wise vefþjónustu. Veljið Byrja.

Við það opnast glugginn Breyta – innri vefþjónustuaðgerðir. Hakið í þær aðgerðir sem á að virkja í kerfinu, yfirleitt eru allar aðgerðir virkjaðar. Þá er allt tilbúið!

Í næstu köflum er farið ítarlegar yfir stillingar kerfisins.

Ítarleg uppsetning

Í næstu köflum verður farið yfir handvirka uppsetningu bankasamskiptanotenda, stillingar banka, uppsetningu á búnaðarskilríki og uppsetningu rafrænna bankareikninga.

Bankasamskiptanotendur

Í þessum kafla er farið nánar í það hvernig bankasamskiptanotendur eru stofnaðir. Ekki þarf að fylgja þessum leiðbeiningum ef notendur voru stofnaðir í álfinum í skrefi 1 í kaflanum Gátlisti fyrir uppsetningu. Til að setja upp notendur í Bankasamskiptakerfinu er smellt á Bankasamskiptanotendur. Þar er heimildum í bankasamskiptakerfinu stýrt:

Hér er hakað við viðeigandi reiti. Að auki þurfa notendur að hafa viðeigandi heimildir:

Þegar verið er að setja upp notendur fyrir hvern og einn banka er viðkomandi banki valinn og smellt á Notendur banka, þá opnast þessi gluggi:

Fyrst þarf að velja réttan notanda í Business Central í dálkinn Notandi. Ef notandinn sem verið er að stofna birtist ekki á listanum þegar smellt er á örina ˅ í reitnum Notandi þarf að byrja á því að sækja hann með því að smella á + Nýtt. Þegar búið er að velja notandann í reitinn Notandi er notandanafn og lykilorð inn í bankann sett í viðeigandi reiti.

Stillingar 

Stillingar fyrir viðkomandi bankastofnun þarf að yfirfara. Fylgið leiðbeiningum fyrir þá bankastofnun sem er í notkun.

Stillingar fyrir Arion

Smellt á Nýtt og stillingar fylltar út. Það sem er í rauðu römmunum þarf hver notandi að setja upp hjá sér. Vefslóð innskráningar í banka: https://netbanki.arionbanki.is/SignonServices/Logon?ReturnUrl=%2FSignonServices%3Fwa%3Dwsignin1.0%26wtrealm%3Dhttps%253a%252f%252fnetbanki.arionbanki

Stillingar fyrir Íslandsbanka

Smellt á Nýtt og stillingar fylltar út. Það sem er í rauðu römmunum þarf hver notandi að setja upp hjá sér. Vefslóð innskráningar í banka:  https://audkenning.islandsbanki.is/netbanki?goto=https://auth.islandsbanki.is/sso/WSFederationServlet/metaAlias/isb/wsfedIDPOnlineBank?wa%3Dwsignin1.0%26wtrealm%3Durn%253aonlinebank%26wctx%3Drm%253d0%2526id%253dpassive%2526ru%253d%25252fnetbanki%25252f%26wct%3D2021-09-01T12%253a17%253a22Z%26wreply%3Dhttps%253a%252f%252fwww.isb.is%252fnetbanki%252f

Stillingar fyrir Landsbankann

Smellt á Nýtt og stillingar fylltar út. Það sem er í rauðu römmunum þarf hver notandi að setja upp hjá sér. Vefslóð innskráningar í banka:  https://www.fbl.is/Shell/Login.aspx

Uppsetning á búnaðarskilríki 

Setja þarf upp búnaðarskilríki fyrirtækisins til að geta tengst bankanum beint úr kerfinu. Til að setja það upp er farið í Stillingar fyrir Wise vefþjónustu undir Uppsetning. Þá opnast þessi gluggi:

Í reitinn Einkenni aðgangs þarf að setja aðgangslykil sem Wise útvegar. Þegar nýr lykill er skráður inn í reitinn tengist kerfið sjálfkrafa inn á vefþjónustuna sem er tilgreind í reitnum Vefþjónustuslóð og opnast þá þessi gluggi þar sem hakað er í Leyfa alltaf:

Næsta skref er að setja upp búnaðarskilríki fyrirtækisins. Það er gert með því að smella á punktana þrjá aftan við reitinn Skilríki. Þá opnast gluggi þar sem hakað er í Lesa inn skilríki og Í lagi:

Við það opnast Windows Explorer þar sem skilríkið er sótt. Ef skilríkið var lesið inn og er til staðar færist sleðinn aftan við reitinn Skilríki til hægri. Því næst er lykilorðið fyrir skilríkið skráð inn í reitinn Lykilorð.

Ef skilríkjaskráin er ekki til staðar en skilríkið hefur þegar verið sett upp þarf að byrja á því að Export skilríkinu með Private key, gefa því lykilorð og vista. Þegar búið er að skrá inn lykilorðið, fer fram ákveðin prófun á skilríkinu, ef sú prófun er í lagi fyllist inn í reitina Upplýsingar um skilríki, Gildistími skilríkis frá og Gildistími skilríkis til.

Næsta skref er að virkja aðgerðirnar sem eru neðst í glugganum með því að haka í reitinn Aðgerð virk aftan við hverja aðgerð. Ef uppsetningin er í lagi kemur sjálfkrafa hak í reitinn Tenging í lagi.

Þegar ofangreindri uppsetningu er lokið og opnað hefur verið á notandann í bankanum er hægt að hefja notkun á kerfinu. Komi villuskilaboð samt sem áður þarf að hafa samband við bankann þar sem skilríkin eru tengd og aðgangur virkaður.

Bankareikningar

Til þess að setja upp bankareikninga í Bankasamskiptakerfinu er viðkomandi banki valinn og smellt á Reikningar banka í glugganum Bankastofnanir:

Í reitnum Bankareikningur er smellt á örina og viðkomandi bankareikningur valinn úr listanum sem kemur upp. Ef ekki er búið að setja upp bankareikninga þá þarf að gera það með því að velja aðgerðina Nýtt eins og er sýnt á myndinni hér að ofan.

Ef óskað er eftir að breyta um afstemmingaraðferð er það gert í reitunum Afstemmingaraðferð.

Hlutverk bankasamskipta

Hlutverk bankasamskipta býður upp á ýmsa möguleika. Notandi getur stillt hlutverkið og gert að sínu líkt og annarsstaðar í kerfinu. Inn í hlutverkið er til að mynda hægt að lesa inn ógreidda greiðsluseðla úr bankanum, velja inn gjaldmiðla og fylgjast með gengisbreytingu, hafa sýn yfir stöðu valdra bankareikninga og fleira.

Innlestur sem er aðgengilegur út frá flýtileiðaborðanum er:

 • Innlestur gengis.
  Þessi aðgerð opnar glugga þar sem hægt er að sækja gengi út frá völdum afmörkunum.

 • Innlestur bankahreyfinga.
  Hér opnast gluggi þar sem hægt er að sækja bankahreyfingar fyrir valinn bankareikning.

 • Raunstaða bankareikninga.
  Hér opnast gluggi sem sýnir alla bankareikninga sem eru með rafræn samskipti og hægt er að sækja stöður á alla reikninga í einn glugga til yfirferðar.

Greiðsluferill

Þessi gluggi sýnir yfirlit yfir allar greiðslur kerfisins, hópaðar saman eftir stöðu þeirra.

Greiðsla getur verið í eftirfarandi stöðu: Skráning, Staðfest, Í vinnslu, Til bókunar, Villa eða Búið að greiða. Greiðslur í mismunandi stöðu eru birtar með því að smella á Afmörkun - Vinnsla. Þær greiðslur sem búið er að greiða og bóka eru aðgengilegar út frá Ferill í hlutverki bankasamskiptakerfisins.

 • Greiðslutillaga.
  Algengasta leiðin til að mynda greiðslur í kerfinu, út frá samþykktum/bókuðum reikningum á gjalddaga. Aðgerðin býr til greiðslur og greiðslulínur fyrir hvern lánardrottinn fyrir sig miðað við gefnar forsendur. Greiðslutillaga er opnuð út frá hlutverkinu með því að smella á Greiðsluferill.

 • Ný greiðsla.
  Einnig er möguleiki að nýskrá staka greiðslu í greiðsluferlinum. Mikilvægt er þá að muna eftir að velja inn lánardrottnafærslur í línurnar inn á spjaldi greiðslunnar til að tengja við greiðsluna. Ný greiðsla er opnuð út frá hlutverkinu með því að smella á Greiðsluferill.

  Þegar búið er að mynda greiðslur er aðgerðin Staðfesta valið valin. Greiðslurnar færast þá yfir á stigið Staðfest þaðan sem hægt er að senda þær í bankann með aðgerðinni Greiða bunka.
  Það er stillingaratriði hjá viðkomandi bankastofnun hvort greiðsla greiðist sjálfkrafa í bankanum eða hvort það þurfi að fara inn í bankann til þess að greiða bunkann sem var sendur úr BC. berist alla leið í bankanum og einungis þurfi að uppfæra stöðu í stöðunni Í vinnslu, eða hvort þurfi að fara inn á viðskiptabankann og samþykkja greiðslubunkann áður en hægt er að uppfæra stöðu.

Afstemming bankareikninga

Með afstemmingum bankareikninga eru stemmdar af þær færslur sem hafa verið bókaðir á bankareikninga í Business Central á móti færslum banka. Vinnuferillinn er sá að nýtt yfirlit/afstemming er stofnað. Númer bankareiknings og dagsetning yfirlits er fært inn. Sjálfkrafa fyllist út í reitina Staða síðasta yfirlits. Reiturinn Staða síðasta yfirlits sýnir lokastöðu síðasta bókaða yfirlits sem ætti jafnframt að vera staðan í bankanum m.t.t. dagsetningar síðasta yfirlits.

Lokastaða yfirlits og Staða alls sýna lokastöðu þess yfirlits sem verið er að vinna með. Sú upphæð á einnig að stemma við bankayfirlit þann dag sem valinn er í dagssetningu yfirlits.

Þegar færslur hafa verið lesnar inn úr bankanum er smellt á Sjálfvirk jöfnun til að fá þær inn í afstemminguna. Færslurnar merkjast grænar og feitletraðar sem stemma með sjálfvirkri jöfnun, aðrar sem sitja eftir þarf að meðhöndla sérstaklega.

Áður en afstemming er bókuð er sjálfsagt að yfirfara skýrsluna Afstemmingaryfirlit til að tryggja að allt sé eins og það á að vera. Að því loknu er afstemmingin bókuð og leikurinn endurtekinn fyrir næstu afstemmingu, sem er þá næsti mánuður eða vika, allt eftir umfangi færslna.