Skip to main content
Skip table of contents

Helstu aðgerðir Bankasamskiptakerfis

Hlutverk bankasamskipta

Hlutverk bankasamskipta býður upp á ýmsa möguleika. Notandi getur stillt hlutverkið og gert að sínu líkt og annarsstaðar í kerfinu. Inn í hlutverkið er til að mynda hægt að lesa inn ógreidda greiðsluseðla úr bankanum, velja inn gjaldmiðla og fylgjast með gengisbreytingu, hafa sýn yfir stöðu valdra bankareikninga og fleira.

Innlestur sem er aðgengilegur út frá flýtileiðaborðanum er:

 • Innlestur gengis.
  Þessi aðgerð opnar glugga þar sem hægt er að sækja gengi út frá völdum afmörkunum.

 • Innlestur bankahreyfinga.
  Hér opnast gluggi þar sem hægt er að sækja bankahreyfingar fyrir valinn bankareikning.

 • Raunstaða bankareikninga.
  Hér opnast gluggi sem sýnir alla bankareikninga sem eru með rafræn samskipti og hægt er að sækja stöður á alla reikninga í einn glugga til yfirferðar.

Greiðsluferill

Þessi gluggi sýnir yfirlit yfir allar greiðslur kerfisins, hópaðar saman eftir stöðu þeirra. Greiðsla getur verið í eftirfarandi stöðu: Skráning, Staðfest, Í vinnslu, Til bókunar, Villa eða Búið að greiða. Greiðslur í mismunandi stöðu eru birtar með því að smella á Afmörkun - Vinnsla.

Þær greiðslur sem búið er að greiða og bóka eru aðgengilegar út frá Ferill í hlutverki bankasamskiptakerfisins.

 • Greiðslutillaga.
  Algengasta leiðin til að mynda greiðslur í kerfinu, út frá samþykktum/bókuðum reikningum á gjalddaga. Aðgerðin býr til greiðslur og greiðslulínur fyrir hvern lánardrottinn fyrir sig miðað við gefnar forsendur. Greiðslutillaga er opnuð út frá hlutverkinu með því að smella á Greiðsluferill.

 • Ný greiðsla.
  Einnig er möguleiki að nýskrá staka greiðslu í greiðsluferlinum. Mikilvægt er þá að muna eftir að velja inn lánardrottnafærslur í línurnar inn á spjaldi greiðslunnar til að tengja við greiðsluna. Ný greiðsla er opnuð út frá hlutverkinu með því að smella á Greiðsluferill.

  Þegar búið er að mynda greiðslur er aðgerðin Staðfesta valið valin. Greiðslurnar færast þá yfir á stigið Staðfest þaðan sem hægt er að senda þær í bankann með aðgerðinni Greiða bunka.
  Það er stillingaratriði hjá viðkomandi bankastofnun hvort greiðsla greiðist sjálfkrafa í bankanum eða hvort það þurfi að fara inn í bankann til þess að greiða bunkann sem var sendur úr BC. berist alla leið í bankanum og einungis þurfi að uppfæra stöðu í stöðunni Í vinnslu, eða hvort þurfi að fara inn á viðskiptabankann og samþykkja greiðslubunkann áður en hægt er að uppfæra stöðu.

Afstemming bankareikninga

Með afstemmingum bankareikninga eru stemmdar af þær færslur sem hafa verið bókaðir á bankareikninga í Business Central á móti færslum banka. Vinnuferillinn er sá að nýtt yfirlit/afstemming er stofnað. Númer bankareiknings og dagsetning yfirlits er fært inn. Sjálfkrafa fyllist út í reitina Staða síðasta yfirlits. Reiturinn Staða síðasta yfirlits sýnir lokastöðu síðasta bókaða yfirlits sem ætti jafnframt að vera staðan í bankanum m.t.t. dagsetningar síðasta yfirlits.

Lokastaða yfirlits og Staða alls sýna lokastöðu þess yfirlits sem verið er að vinna með. Sú upphæð á einnig að stemma við bankayfirlit þann dag sem valinn er í dagssetningu yfirlits.

Þegar færslur hafa verið lesnar inn úr bankanum er smellt á Sjálfvirk jöfnun til að fá þær inn í afstemminguna. Færslurnar merkjast grænar og feitletraðar sem stemma með sjálfvirkri jöfnun, aðrar sem sitja eftir þarf að meðhöndla sérstaklega.

Áður en afstemming er bókuð er sjálfsagt að yfirfara skýrsluna Afstemmingaryfirlit til að tryggja að allt sé eins og það á að vera. Að því loknu er afstemmingin bókuð og leikurinn endurtekinn fyrir næstu afstemmingu, sem er þá næsti mánuður eða vika, allt eftir umfangi færslna.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.