Hópar, listar og aðgerðir
Einn megintilgangurinn með Mitt hlutverk er að birta svokölluð cue eða bunka af þeim verkefnum sem notandi þarf að fá upplýsingar um stöðu á. Oft er miðað við að það sé uppsett sem fólk þarf að hafa yfirsýn yfir og þá oft þannig að teljarinn fari niður í 0 fyrir lok dags, þó auðvitað sé það ekki algild regla.
Bunkarnir eru mismunandi eftir því í hvaða hlutverki notandi er. Tilgangurinn er að auðvelda notandanum vinnu sína, því að með einum smelli er hann kominn inn í lista með þeim afmörkunum sem bunkinn veitir upplýsingar um og getur hafist handa við verk sín. Á hlutverkinu má einnig finna aðgerðir sem tilheyra hlutverkinu. Í hlutverkinu Viðskiptastjórnandi Wise er hlutverkinu skipt upp í hópa (1), lista (2) og aðgerðir (3).