Skip to main content
Skip table of contents

Ítarleg uppsetning Bankasamskiptakerfis

Ítarleg uppsetning

Í næstu köflum verður farið yfir handvirka uppsetningu bankasamskiptanotenda, stillingar banka, uppsetningu á búnaðarskilríki og uppsetningu rafrænna bankareikninga.

Bankasamskiptanotendur

Í þessum kafla er farið nánar í það hvernig bankasamskiptanotendur eru stofnaðir. Ekki þarf að fylgja þessum leiðbeiningum ef notendur voru stofnaðir í álfinum í skrefi 1 í kaflanum Uppsetning - gátlisti. Til að setja upp notendur í Bankasamskiptakerfinu er smellt á Bankasamskiptanotendur. Þar er heimildum í bankasamskiptakerfinu stýrt:

Hér er hakað við viðeigandi reiti. Að auki þurfa notendur að hafa viðeigandi heimildir:

Þegar verið er að setja upp notendur fyrir hvern og einn banka er viðkomandi banki valinn og smellt á Notendur banka, þá opnast þessi gluggi:

Fyrst þarf að velja réttan notanda í Business Central í dálkinn Notandi. Ef notandinn sem verið er að stofna birtist ekki á listanum þegar smellt er á örina ˅ í reitnum Notandi þarf að byrja á því að sækja hann með því að smella á + Nýtt.

 Þegar búið er að velja notandann í reitinn Notandi er notandanafn og lykilorð inn í bankann sett í viðeigandi reiti.

Stillingar 

Stillingar fyrir viðkomandi bankastofnun þarf að yfirfara. Fylgið leiðbeiningum fyrir þá bankastofnun sem er í notkun.

 

Stillingar fyrir Landsbankann

Uppsetning á búnaðarskilríki 

Setja þarf upp búnaðarskilríki fyrirtækisins til að geta tengst bankanum beint úr kerfinu. Til að setja það upp er farið í Stillingar fyrir Wise vefþjónustu undir Uppsetning.

 

Þá opnast þessi gluggi:

 Næsta skref er að setja upp búnaðarskilríki fyrirtækisins. Það er gert með því að smella á punktana þrjá aftan við reitinn Skilríki. Þá opnast gluggi þar sem hakað er í Lesa inn skilríki og Í lagi:

 Við það opnast Windows Explorer þar sem skilríkið er sótt. Ef skilríkið var lesið inn og er til staðar færist sleðinn aftan við reitinn Skilríki til hægri. Því næst er lykilorðið fyrir skilríkið skráð inn í reitinn Lykilorð.

Ef skilríkjaskráin er ekki til staðar en skilríkið hefur þegar verið sett upp þarf að byrja á því að Export skilríkinu með Private key, gefa því lykilorð og vista. Þegar búið er að skrá inn lykilorðið, fer fram ákveðin prófun á skilríkinu, ef sú prófun er í lagi fyllist inn í reitina Upplýsingar um skilríki, Gildistími skilríkis frá og Gildistími skilríkis til.

Næsta skref er að virkja aðgerðirnar sem eru neðst í glugganum með því að haka í reitinn Aðgerð virk aftan við hverja aðgerð. Ef uppsetningin er í lagi kemur sjálfkrafa hak í reitinn Tenging í lagi.

Þegar ofangreindri uppsetningu er lokið og opnað hefur verið á notandann í bankanum er hægt að hefja notkun á kerfinu. Komi villuskilaboð samt sem áður þarf að hafa samband við bankann þar sem skilríkin eru tengd og aðgangur virkaður.

Bankareikningar

Til þess að setja upp bankareikninga í Bankasamskiptakerfinu er viðkomandi banki valinn og smellt á Reikningar banka í glugganum Bankastofnanir:

Í reitnum Bankareikningur er smellt á örina og viðkomandi bankareikningur valinn úr listanum sem kemur upp. Ef ekki er búið að setja upp bankareikninga þá þarf að gera það með því að velja aðgerðina Nýtt eins og er sýnt á myndinni hér að ofan.

Ef óskað er eftir að breyta um afstemmingaraðferð er það gert í reitunum Afstemmingaraðferð.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.