Skip to main content
Skip table of contents

Ítarleg uppsetning Innheimtukerfis

Uppsetning innheimtuaðila

Veljið Stjórnun og veljið svo Uppsetning innheimtuaðila.

image-20240129-134210.png

Því næst er farið í spjald innheimtuaðila með því að velja réttan innheimtuaðila og valin aðgerðin Uppsetning.

image-20240129-134335.png

Stuðst er við innheimtusamning sem gerður hefur verið við bankann þegar helstu stillingar eru settar inn. Skýringar eru við þá reiti sem verða að vera útfylltir, aðrir reitir eru fylltir út ef við á. Farið vel yfir bókunaruppsetningar til að vera viss um að þær séu eins og þið óskið.

Innheimtukerfi – stillingar

Veljið Stjórnun og veljið svo Innheimtukerfisgrunnur.

image-20240129-134559.png

Því næst þarf að setja upp stillingar innheimtukerfisins. Það er gert í verkhlutanum Stofngögn Innheimtukerfis. Búið er að fylla út í helstu reiti en það þarf að fara yfir eftirfarandi atriði:

Greiðsluháttur/Innheimtuaðila

Veljið Stjórnun og veljið svo Greiðsluháttur / Innheimtuaðila.

image-20240129-134732.png

Í þessari töflu er settur inn sá innheimtuaðili sem nota á. Byrjið á að velja Breyta lista áður en listanum er breytt.

Í reitinn Greiðsluháttur er valinn sá greiðsluháttur sem þeir viðskiptamenn sem eiga að fá kröfu í banka, eru merktir með. Í reitinn Innheimtuaðili er síðan valinn sá innheimtuaðili sem þið munið nota.

Veljið Viðskiptamenn og finnið þá viðskiptamenn sem eiga að fá kröfu í banka. Opnið viðskiptamannaspjaldið og passið að undir flipanum greiðslur í reitnum Kóði greiðslumáta sé sami kóði og er í greiðsluháttur/skilmálar hér fyrir ofan. Athugið að merkja viðskiptamenn með þessum valda greiðslumáta svo það sé öruggt að þeir fái kröfurnar í bankann.

image-20240129-135420.png


Notendur vefþjónustu

Það þarf að setja upp notendur og skilríki þeirra til að tengjast við bankann beint úr Business Central. Veljið Stjórnun og veljið svo Uppsetning innheimtuaðila.

image-20240129-134210.png

Því næst er farið í spjald innheimtuaðila með því að velja réttan innheimtuaðila og valin aðgerðin Vefþjónustur:

Þegar þangað er komið þá er valið Notendur.

Þá opnast þetta spjald. Hér er sett inn Notandi í Business Central, Notandanafn í bankann og Lykilorð í bankann.

Nú ætti uppsetningu Innheimtukerfisins að vera lokið og hægt að stofna kröfur.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.