Skip to main content
Skip table of contents

Innheimtukerfi

Innheimtukerfi Wise gerir fyrirtækjum kleift að innheimta viðskiptakröfur með einföldum hætti ásamt því að ná góðri yfirsýn yfir innheimtuferlið í heild. Hægt er að velja á milli mismunandi innheimtuleiða s.s. bankakröfur, boðgreiðslur, greiðslusamninga eða milliinnheimtu. Mikill vinnusparnaður er t.d. þegar greiðslur eru lesnar inn þá bókast þær á viðskiptamann og jafnast á móti reikningi kröfunnar sem er verið að greiða, vextir og innheimtukostnaður bókast sjálfkrafa á fyrirfram skilgreinda reikninga. Kerfið byggir á íslenska sambankastaðlinum (IOBS) sem gerir ráð fyrir notkun búnaðarskilríkja og uppfyllir ströngustu öryggisstaðla.

Helstu aðgerðir:

 • Kröfukeyrsla.
  Kröfur stofnast annað hvort við bókun reikninga eða valið er að stofna þær eftirá t.d. ef stofna á kröfur á tímabil. Kröfum getur verið breytt, þær sendar eða felldar niður

 • Kröfulisti.
  Listi yfir allar kröfur. Hægt að uppfæra stöðu krafna frá vefþjónustu, breyta kröfum og fella niður kröfur

 • Lesa inn greiðslur.
  Greiðslur lesnar inn og bókast sjálfkrafa nema valið hafi verið í uppsetningu að þær stoppi í færslubók

 • Milliinnheimtur.
  Tenging við Motus og Inkasso fyrir milliinnheimtu

 • Boðgreiðslur.
  Tenging við bæði Valitor og SaltPay til að innheimta greiðslur með boðgreiðslum

 • Greiðslusamningar. 
  Setja upp greiðslusamning og stofna allar kröfur við staðfestingu samnings

Mikilvægt er að vera búin að sækja um rafræn skilríki ef ekki hefur verið sótt um þau nú þegar, en það er gert hjá Auðkenni ehf. (http://www.audkenni.is ). Athugið að kerfið styður einungis búnaðarskilríki, svo kortaskilríki duga ekki til.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér: Handbók fyrir Innheimtukerfi Wise

Kaflaskipting bankasamskiptakerfis:

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.