Hlutverkamiðaði biðlarinn býr yfir öflugri leit til að finna hluti í kerfinu, s.s. síður, skýrslur eða yfirlit. Ef notandinn veit hvað glugginn heitir sem hann vill opna, eða um hvað hann fjallar, þá getur hann nýtt sér leitina efst uppi í hægra horni kerfisins. Í dæminu hér að ofan er slegið inn leitarorðið viðsk hrey og þá verða sýnilegir þeir gluggar og skýrslur sem innihalda leitarorðið. Notandinn getur annað hvort smellt á rétt atriði með músinni eða notað örvatakkana til að velja það sem hann vill opna og smella svo á Enter takkann til að opna viðkomandi atriði. Athugið, ef notandi hefur ekki heimild til að keyra viðkomandi hlut, þá gerist ekkert.