Skip to main content
Skip table of contents

Leitarsvæði (Alt+Q)

Hlutverkamiðaði biðlarinn býr yfir öflugri leit til að finna hluti í kerfinu, s.s. síður, skýrslur eða yfirlit. Ef notandinn veit hvað glugginn heitir sem hann vill opna, eða um hvað hann fjallar, þá getur hann nýtt sér leitina efst uppi í hægra horni kerfisins eða nýtt flýtileiðina Alt+Q á lyklaborðinu.

Í dæminu hér að neðan er slegið inn leitarorðið viðsk hrey og þá verða sýnilegir þeir gluggar og skýrslur sem innihalda leitarorðið. Notandinn getur annað hvort smellt á rétt atriði með músinni eða notað örvatakkana til að velja það sem hann vill opna og smella svo á Enter takkann til að opna viðkomandi atriði.

Athugið ef notandi hefur ekki heimild til að keyra viðkomandi hlut, þá gerist ekkert.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.