Skip to main content
Skip table of contents

Sérstillingar hlutverks, lista og spjalds

Hægt er að sérstilla hlutverk fyrir hvern og einn notanda með einföldum hætti. Með sérstillingu er átt við að færa reiti, aðgerðir og skýrslur á hlutverkinu sjálfu eða bæta við dálkum og aðgerðum í lista eða færslubækur. Allar sérstillingar eiga sér stað undir aðgerðinni Sérstilla, Við það opnast þessi gluggi sem tilgreinir hvað er verið að sérstilla. Ef farið er í Meira er hægt að bæta við reitum sem ekki eru þegar sýnilegir.

Eftir að valið er Meira þarf að smella á +Reitur. Við það opnast listi á stiku hægra megin á skjánum yfir alla reiti sem hægt er að draga yfir.

Hér fyrir neðan er sýnidæmi ef bæta á reitnum Nr. utanaðkomandi skjals inn í færslubók.

https://youtu.be/IZ41xT7y3iI

Ef óskað er eftir því að færa reiti eru reitir einfaldlega dregnir á þann stað sem notandi kýs að hafa þá. Mikilvægt er að músin sé staðsett á rauðu örinni á myndinni hér fyrir neðan þegar reitir eru dregnir.

Ef smellt er á rauðu örina er einnig hægt að stilla reitinn sem fast svæði eða fela reitinn.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.