Sérstillingar hlutverks, lista og spjalds
Hægt er að sérstilla hlutverk fyrir hvern og einn notanda með einföldum hætti. Með sérstillingu er átt við að færa reiti, aðgerðir og skýrslur á hlutverkinu sjálfu eða bæta við dálkum og aðgerðum í lista eða færslubækur. Allar sérstillingar eiga sér stað undir aðgerðinni Sérstilla, Við það opnast þessi gluggi sem tilgreinir hvað er verið að sérstilla. Ef farið er í Meira er hægt að bæta við reitum sem ekki eru þegar sýnilegir.
Eftir að valið er Meira þarf að smella á +Reitur. Við það opnast listi á stiku hægra megin á skjánum yfir alla reiti sem hægt er að draga yfir.
Hér fyrir neðan er sýnidæmi ef bæta á reitnum Nr. utanaðkomandi skjals inn í færslubók.
https://youtu.be/IZ41xT7y3iIEf óskað er eftir því að færa reiti eru reitir einfaldlega dregnir á þann stað sem notandi kýs að hafa þá. Mikilvægt er að músin sé staðsett á rauðu örinni á myndinni hér fyrir neðan þegar reitir eru dregnir.
Ef smellt er á rauðu örina er einnig hægt að stilla reitinn sem fast svæði eða fela reitinn.