Skipulag valmyndar
Þegar valmyndin Fjárhagur er sprengd út þá opnast listar, verkhlutar og skýrslur sem falla undir deildina Fjárhag. Hér er hægt að smella á það atriði sem á að opna eða skoða.
Einnig er hægt að finna þessi atriði með leitinni sem er aðgengileg í hægra horni biðlarans eins og tilgreint er í kaflanum Leitarsvæði hér fyrir ofan.
Notandi getur flutt valmöguleika úr þessum lista yfir í yfirlitsmyndina í Mitt hlutverk með því að velja bókamerkið sem er aðgengilegt þegar listi, verkhluti eða skýrsla er opnuð.
Bókamerkið er einnig aðgengilegt beint úr leitinni.