Skip to main content
Skip table of contents

Stofngögn

Mikilvægt er að setja upp stofngögn fyrirtækis í grunninn, gögn úr stofngögnum eru m.a. notuð við útprentun söluskjala, svo sem nafn, heimilisfang, bankareikningsnúmer og mynd (e. logo).

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig það er gert.


Stofngögn útfyllt - leiðbeiningar

Setja þarf upp stofngögn fyrirtækisins í grunninn. Það er gert með því að fara í tannhjólið í hægra horninu og velja Upplýsingar um fyrirtækið. 

Undir flipanum Almennt þarf að fylla út þá reiti sem eru merktir rauðri stjörnu þegar spjaldið er opnað, einnig þarf að setja inn VSK-númer. Valkvætt er að setja inn mynd (e. logo) en algengt er að fyrirtæki nýti sér þann möguleika.

Undir flipanum Greiðslur er mikilvægt að fylla út bankaupplýsingar, bankanúmer er alltaf 4 stafir (XXXX), númer bankareiknings er alltaf 2+6 stafir (XX-XXXXXX). Einnig þarf að fylla inn kennitölu fyrirtækis og bókunarflokkur bankareiknings.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.