Setja þarf upp stofngögn fyrirtækisins í grunninn. Það er gert með því að fara í tannhjólið í hægra horninu og velja Upplýsingar um fyrirtækið. 

Fylla þarf út þá reiti sem eru merktir rauðri stjörnu þegar spjaldið er opnað. Einnig þarf að setja inn VSK-númer. Undir flipanum Greiðslur er mikilvægt að fylla út bankaupplýsingar og kennitölu.
Gögn úr stofngögnum eru m.a. notuð við útprentun söluskjala, svo sem nafn, heimilisfang, bankareikningsnúmer og mynd (e. logo).