Stofnun lánardrottna
Á myndbandinu hér að neðan verður farið í gegn um það hvernig nýr lánardrottinn er stofnaður inn í Business Central.
https://youtu.be/yQoh7buIe6YStofnun lánardrottna - leiðbeiningar
Til að stofna lánardrottna í kerfinu er farið í Lánardrottnar í mitt hlutverk og valin aðgerðin Nýtt.
Hér er kennitala lánardrottins slegin inn í dálkinn Nr.
Þegar það er gert þá kemur fyrirspurn um hvort þú viljir fletta kennitölunni upp í Þjóðskrá ef þú hefur gert samning um þjóðskrártengingu hjá Wise. Þar er valið Já ef lánardrottinn er með íslenska kennitölu, annars er valið Nei. Ef valið er Já þá fyllast út helstu upplýsingar sjálfkrafa.
Ef um erlendan aðila er að ræða eða ekki er tenging við Þjóðskrá þá þarf að fylla það út handvirkt.
Eftir að kennitalan hefur verið slegin inn er næst farið í Vinnsla og smellt á Nota sniðmát.. Mælt er með því að nota sniðmátin sem sett hafa verið upp í kerfinu. Eitt sniðmát er til fyrir innlenda viðskiptamenn og annað fyrir erlenda. Við það að velja sniðmátið munu allar helstu upplýsingar um bókunarflokka o.fl. fyllast út sjálfkrafa.
Undir flipanum Almennt þarf að fylla inn í eftirfarandi reiti Nr. og Heiti, aðrir reitir eru valkvæðir.
Undir flipanum Aðsetur og tengiliður þarf að fylla inn í eftirfarandi reiti Aðsetur, Land-svæðiskóti, Bær og Póstnúmer, aðrir reitir eru valkvæðir.
Undir flipanum Reikningsfærsla þarf að fylla inn í eftirfarandi reiti VSK-númer, (Alm. visk.bókunarflokkur, VSK viðsk.bókunarflokkur og Bókunarflokkur viðskm. þessir reitir fyllast út sjálfkrafa ef sniðmát er notað), aðrir reitir eru valkvæðir.
Undir flipanum Greiðslur þarf að fylla inn í eftirfarandi reiti Kóti greiðsluskilmála og Kóði greiðslumáta, aðrir reitir eru valkvæðir.