Uppfæra kerfið í nýjustu útgáfu Business Central
Athugið að einungis notendur sem eru D365 Administrator eða Global Administrator geta opnað Dynamics 365 Business Central admin center.
Business Central umhverfin eru uppfærð samkvæmt roadmap með 2 stærri (e. major) útgáfum í apríl og október ár hvert ásamt mánaðarlegum minni (e. minor) útgáfum.
Uppfærsludagsetning er úthlutuð sjálfkrafa á uppfærslutímabilinu en hægt er að setja uppfærsludagsetningu og uppfærslutíma á umhverfin úr Dynamics 365 Business Central Admin Center.
Til þess að velja uppfærslutíma er umhverfið opnað, smellt á Update Settings og smellt á Set update window.
Til þess að velja uppfærsludagsetningu er umhverfið opnað, smellt á Update Settings og smellt á Set update date.
Fáðu tilkynningu um uppfærslur (e. Notification recipients)
Hægt er að fá tilkynningu um uppfærslur sem hægt er að tímasetja þegar þær verða aðgengilegar fyrir þitt umhverfi. Tilkynning er send til allra viðtakenda sem eru skráðir á flipanum Notification Recipients í Business Central Admin Center.
Til að missa ekki af uppfærslutilkynningum frá Microsoft verður þú að ganga úr skugga um að tölvupósturinum sé ekki vísað í ruslpóstmöppuna. Tilkynningarnar eru sendar frá netfanginu no-reply-dynamics365@microsoft.com.
Hér eru nánari upplýsingar um hvernig á að stjórna uppfærslum í Admin Center
Hér eru nánari upplýsingar um major og minor útgáfur.