Athugið að einungis notendur sem eru D365 Administrator eða Global Administrator geta opnað Dynamics 365 Business Central admin center.

Sérkerfi Wise eru gerð aðgengileg inni í Admin Center hjá öllum viðskiptavinum en það er undir stjórnanda kerfisins að koma uppfærslunni fyrir í umhverfunum sjálfum (raun og prufuumhverfi). Þetta er gert með einföldum hætti inni í Admin Center.

Byrjið á því að opna Admin Center með því að smella á tannhjólið í hægra horninu á biðlaranum og velja þar Admin Center

Business Central admin center

Veljið það umhverfi sem á að uppfæra sérkerfin í með því að smella á nafn umhverfisins, í dæminu hér fyrir neðan heitir umhverfið Spoar.

Veljið Apps. Við það opnast listi yfir öll öpp sem eru sett upp í kerfinu ykkar.

Á listanum má finna öll sérkerfin frá Wise neðarlega í listanum. Ef uppfærsla er til fyrir kerfið er aðgerðin Install update aðgengileg á listanum. Í dæminu hér að neðan er Uppáskriftakerfi Wise (e. Wise Approvals) með nýrri útgáfu, nr. 22.0.20230427.23769. Til að setja upp útgáfuna má smella á Install update.

Kerfið uppfærist á nokkrum mínútum, hægt er að endurnýja (e. refresh) síðuna til að sjá stöðu uppfærslunnar.