Skip to main content
Skip table of contents

Uppfæra sérkerfi Wise

Athugið að einungis notendur sem eru D365 Administrator eða Global Administrator geta opnað Dynamics 365 Business Central admin center.

Sérkerfi (e. apps) eru gerð aðgengileg inni í Admin Center hjá öllum viðskiptavinum um leið og þau koma út. Sjálfvirk (e. default) stilling er að útgáfur uppfærist með hverri megin (e. major) uppfærslu, neðst á þessari síðu eru leiðbeiningar til að breyta þeirri stillingu.

Ef á að uppfæra sérkerfi tíðar þá er það undir stjórnanda kerfisins að koma uppfærslunni fyrir í umhverfunum sjálfum (raun og prufuumhverfi). Þetta er gert með einföldum hætti inni í Admin Center.

Byrjið á því að opna Admin Center með því að smella á tannhjólið í hægra horninu á biðlaranum og velja þar Admin Center

Business Central admin center

Veljið það umhverfi sem á að uppfæra sérkerfin í með því að smella á nafn umhverfisins, í dæminu hér fyrir neðan heitir umhverfið Spoar.

Veljið Apps. Við það opnast listi yfir öll öpp sem eru sett upp í kerfinu ykkar.

Á listanum má finna öll sérkerfin frá Wise neðarlega í listanum. Ef uppfærsla er til fyrir kerfið er aðgerðin Install update aðgengileg á listanum. Í dæminu hér að neðan er Uppáskriftakerfi Wise (e. Wise Approvals) með nýrri útgáfu, nr. 22.0.20240222.1. Til að setja upp útgáfuna má smella á Install update.

image-20240312-105612.png

Þegar smellt hefur verið á Install update kemur upp gluggi þar sem hægt er að velja að uppfæra kerfið strax með því að smella á Yes.

image-20240312-110038.png

Kerfið uppfærist þá á nokkrum mínútum. Hægt er að endurnýja (e.refresh) síðuna til að sjá stöðu uppfærslunnar.
Ef hakað er í Schedule the update in the next update window uppfærist kerfið utan vinnutíma, yfirleitt að nóttu til.

Stilling á tíðni

Hægt er að stilla kerfið þannig að öll sérkerfi uppfærist með minni (e. minor) og megin (e. major) útgáfum, en það er gert inní hverju umhverfi fyrir sig, sjá hér:

image-20240926-140638.png

Hér er hægt að velja hvort sérkerfi eigi að uppfærast með megin uppfærslum einungis eða með minni uppfærslum einnig:

image-20240926-140728.png

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.