Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning Bankasamskiptakerfis - gátlisti

Uppsetning

Fyrsta skref er að breyta hlutverkinu í Wise Bankasamskiptakerfi, en það er gert undir Mínar stillingar (alt+T):

Til að byrja með opnast gátlisti á heimasíðu notandans. Þar er farið yfir þau atriði sem þarf að stilla svo hægt sé að byrja að nota Bankasamskiptakerfi Wise.


Skref 1:

Setja upp bankasamskiptakerfi - myndband

Á myndbandinu hér fyrir neðan er farið í gegn um uppsetning með hjálp að Setja upp bankasamskiptakerfi Wise. Farið er yfir standard uppsetningu en fyrirtæki þarf að setja upp miðað við sínar forsendur, t.d. velja sinn viðskiptabanka, velja þær færslubækur sem notast verður við, velja þá fjárhagslykla sem eiga við.

https://youtu.be/gDktCjWvj2M

 Setja upp bankasamskiptakerfi - leiðbeiningar

Fyrsta skref í gátlistanum er að Setja upp Bankasamskiptakerfi Wise. Veljið Byrja. Við það opnast glugginn Uppsetningaraðstoð fyrir Bankasamskiptakerfi. Setið hak við Eyða uppsetning ef til er fyrir, veljið síðan Áfram.

 

Í þessum glugga þarf að velja viðskiptabanka félagsins, hægt er að velja fleiri en einn banka. Veljið Áfram.

Veljið þann banka sem á að vera sjálfgefinn í kerfinu. Veljið Áfram.

 

Ef bókhaldið er sett upp með öðrum gjaldmiðli en ISK þarf að stilla hver sjálfgefinn gjaldmiðilskóti fyrir kerfið er og hvaða gjaldmiðilskóti er notaður fyrir íslenskar krónur í kerfinu. Veljið Áfram.

 Veljið sjálfgefið sniðmát og keyrslu fyrir bókunaraðgerðir þegar unnið er í bankareikningsafstemmingum. Veljið Áfram.

Til að geta unnið með útgreiðslur í gegnum bankasamskiptakerfið þarf að skrá nokkrar nauðsynlegar upplýsingar, svo sem sniðmát færslubókar og keyrslu fyrir útgreiðslur, sjálfgefinn útgreiðslureikning og fjárhagslykla fyrir vexti og seðilgjald. Veljið Áfram.

 

Hér er hægt að skrá inn notendaupplýsingar fyrir þær bankastofnanir sem valdar voru til að setja upp. Til að stofna notendur í þessu skrefi er farið línuna og smellt á punktana þrjá, notandi valinn af listanum og smellt á Í lagi.

Svo eru notendanafn og lykilorð viðkomandi inn í netbankann slegin inn. Gerið það sama fyrir aðra notendur ef það á við. Veljið Áfram.

 

 Til þess að geta átt í samskiptum við íslenska banka í gegnum sambankaþjónustuna þarf rafrænt búnaðarskilríki frá Auðkenni. Í þessum glugga er hægt að lesa inn skilríkið inn í kerfið.

Veljið punktana þrjá og finnið skilríkið á tölvunni. Setjið svo inn lykilorð skilríkisins. Veljið Áfram.

Veljið Ljúka.

Grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur byrjað að nýta þér möguleika kerfisins.


Skref 2 og 3

Yfirlit bankareikninga og notendur banka - myndband

Á myndbandinu hér fyrir neðan er farið í gegn um hvernig á að Setja upp stillingar banka.

https://youtu.be/G8fNE_FToHo

Yfirlit bankareikninga - leiðbeiningar

Næsta skref í gátlistanum er Yfirlit bankareikninga. Veljið Byrja.

Við það opnast glugginn Breyta – rafrænir reikningar Í þessum glugga þarf að velja inn þá bankareikninga sem á að tengja við kerfið. Munið að velja IOBS eða IOBS og B2B í reitnum vefþjónustutenging til að virkja tenginguna.

Notendur banka – yfirlit - leiðbeiningar

Næsta skref í gátlistanum er Notendur banka – yfirlit. Veljið Byrja.

Við það opnast glugginn Breyta – Notendur pr. banka.

Ef notendur voru ekki stofnaðir í byrjun eða ef bæta á við fleiri notendum er yfirlit yfir alla notendur í öllum bankastofnunum í þessum glugga. Ef bæta á við notendum þarf að stofna þá í listanum. Nánari leiðbeiningar um stofnun notenda er í kaflanum Bankasamskiptanotendur.


Skref 4

Bankasamskiptagrunnur - myndband

Á myndbandinu hér fyrir neðan er farið í gegn um hvernig á að Setja upp bankasamskiptagrunn. Þar inni eru margar stillingar sem hægt er að velja úr mælt er með að fyrirtæki skoði þær stillingar vel og velji það sem hentar þeim.

https://youtu.be/T-pzvCmRg_Y

Bankasamskiptagrunnur - leiðbeiningar

Næsta skref í gátlistanum er Bankasamskiptagrunnur. Veljið Byrja.

Grunnurinn opnast en þar er hægt að yfirfara ýmsar stillingar fyrir gengisinnlestur, innlestur á bankahreyfingum og greiðslum. Mælt er með að skoða þessar stillingar vel og sjá hvað er í boði, fyrirtæki eru mismunandi og það sem hentar einu er ekki algilt fyrir alla.


Skref 5

Stillingar Wise vefþjónustu - myndband

Á myndbandinu hér fyrir neðan er farið í gegn um hvernig á að setja upp stillingar Wise vefþjónustu.

https://youtu.be/s51e-Isr81E

Stillingar Wise vefþjónustu - leiðbeiningar

Næsta skref í gátlistanum er Stillingar Wise vefþjónustu. Veljið Byrja.

Við það opnast glugginn Breyta – innri vefþjónustuaðgerðir. Hakið í þær aðgerðir sem á að virkja í kerfinu, yfirleitt eru allar aðgerðir virkjaðar.

Þá er allt tilbúið!


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.