Uppsetning Innheimtukerfis
Fyrsta skref er að breyta hlutverkinu í Hlutverk Innheimtukerfis, en það er gert undir Mínar stillingar (eða með flýtileiðinni alt+T):
Uppsetning
Til að byrja með þarf að setja Innheimtukerfi Wise upp í Business Central.
Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjól sem er staðsett efst í hægra horni vafrans:
Veljið Setja upp Innheimtukerfi Wise og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni:
Við það opnast nýr gluggi með uppsetningaraðstoð fyrir Innheimtukerfi Wise. Veljið þar Áfram:
Veljið banka eða innheimtustofnun til að stofna þjónustu fyrir og ýtið á Áfram.
Veljið banka fyrir valda vefþjónustu og ýtið á Áfram.
Veljið hvort stofna eigi nýjan innheimtuaðila eða hvort velja eigi uppsetningu af innheimtuaðila sem þegar hefur verið stofnaður fyrir sömu innheimtustofnun. Veljið Áfram.
Á næstu mynd þarf að stofna Kenni notanda fyrir Innheimtukerfið. Ýtið á örina við Kenni notanda og veljið Nýtt.
Ýtið á örina og veljið Nýtt.
Skráið notendanafn í Kenni notenda, uppflettilisti með notendanöfnum birtist og hægt að velja úr honum. Veljið Í lagi.
Ýtið Í lagi.
Skráið inn Notandanafn og Lykilorð, sem notandi fær uppgefið hjá þeirri vefþjónustutengingu innheimtukrafna sem hann er að nota. Ýtið á Áfram.
Skráið Kennitölu, Bankanúmer og Bankareikning fyrir nýjan innheimtuaðila, vegna kröfupottsins. Kröfu-auðkenni innheimtuaðila segir til um greiðslur hvaða auðkenna verða lesnar inn í kerfið. Ef ekkert er tilgreint eru greiðslur allra auðkenna kröfuhafans lesnar inn. Komma er notuð til að skipta niður auðkennunum ef þau eru fleiri en eitt. Þegar búið er að fylla þetta út, ýtið á Áfram.
Setja þarf upp búnaðarskilríki frá Auðkenni og skrá lykilorð. Ýtið á Áfram.
Veljið greiðsluhátt sem á að nota fyrir innheimtuaðilann. Ýtið á örina við Greiðsluháttur innheimtuaðila og veljið Nýtt.
Næst þarf að stofna nýjan greiðsluhátt. Skráið GRS í dálkinn Kóti og í Lýsingu er skráð Greiðsluseðill. Veljið Í lagi.
Einnig þarf að ákveða hvort að krafa myndist við bókun sölureiknings. Þegar það er búið er ýtt á Áfram.
Setja þarf inn fjárhagslykla og bankareikning vegna bókanna á greiðslum
Þetta er lokaskrefið. Ýtið á Ljúka.
Til hamingju, grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur byrjað að nýta þér möguleika kerfisins.
Uppsetning innheimtuaðila
Því næst er farið í spjald innheimtuaðila með því að velja réttan innheimtuaðila og valin aðgerðin Uppsetning. Stuðst er við innheimtusamning sem gerður hefur verið við bankann þegar helstu stillingar eru settar inn. Skýringar eru við þá reiti sem verða að vera útfylltir, aðrir reitir eru fylltir út ef við á. Farið vel yfir bókunaruppsetningar til að vera viss um að þær séu eins og þið óskið.