Eftir uppfærslu þarf að stilla það hvernig við viljum að tölvupóstur sendist úr kerfinu.

Hægt að velja um 3 valmöguleika við sendingu tölvupósta úr kerfinu.

  1. Nota samnýtt pósthólf Microsoft 365 eins og t.d. sala@fyrirtæki.is

    • Hér þarf að vera búið að stofna shared email í exchange online

  2. Notendur senda tölvupóst frá sínum innskráningarreikningi

    • Allir sem nota þennan reikning verða að hafa gilt leyfi fyrir Microsoft Exchange

  3. Nota SMTP til að senda tölvupóst

    • Þessi aðferð er notuð ef fyrirtækið er ekki með Microsoft Exchange (Office) í skýinu.

Hér má finna leiðbeiningar til að setja upp tölvupóst.