Þetta er það svæði sem var kallað MenuSuite í fyrri útgáfum. Í efri hluta þess eru öll þau atriði sem valin hafa verið inn á Mitt hlutverk og falla undir verksvið þess sem í hlutverkinu er.

Í hlutverkinu Viðskiptastjórnandi eru Fjármál, Sjóður, Sala, Innkaup og Uppsetning og viðbætur. Undir hverjum hópi eru svo aðgerðir og listar sem falla undir hvern hóp.

Þessi stika er eins í öllu kerfinu og er aðgengileg notanda hverju sinni.

Fyrir neðan efstu stikuna eru síðan þeir listar sem aðgengilegir eru í hlutverkinu, svo sem viðskiptamenn, lánardrottnar, vörur og fleiri listar sem eru algengir fyrir hlutverk notandans. Efst til hægri er hægt að smella á þrjú strik þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir allar aðgerðir hlutverksins.