Skip to main content
Skip table of contents

Yfirlitssvæði

Þetta er það svæði sem var kallað MenuSuite í fyrri útgáfum. Í efri hluta þess eru öll þau atriði sem valin hafa verið inn á Mitt hlutverk og falla undir verksvið þess sem í hlutverkinu er.

Í hlutverkinu Viðskiptastjórnandi eru Fjármál, Sjóður, Sala, Innkaup og Uppsetning og viðbætur. Undir hverjum hópi eru svo aðgerðir og listar sem falla undir hvern hóp.

Þessi stika er eins í öllu kerfinu og er aðgengileg notanda hverju sinni.

Fyrir neðan efstu stikuna eru síðan þeir listar sem aðgengilegir eru í hlutverkinu, svo sem viðskiptamenn, lánardrottnar, vörur og fleiri listar sem eru algengir fyrir hlutverk notandans. Efst til hægri er hægt að smella á þrjú strik þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir allar aðgerðir hlutverksins.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.