Hægt er að bakfæra afborganir á tvennan hátt. Fyrsta skrefið er að velja bréfið sem á að leiðrétta.

Fyrri leiðin er að fara í gegnum afborganir skuldabréfsins og velja þar Bakfæra síðustu afborgun undir Lagfæring.

Aðeins er hægt að bakfæra síðustu afborgun og kerfið lætur þig vita hvaða afborgun það er.

Ef smellt er á , myndar kerfið færsluna í færslubók og býður þér að bóka hana beint. Þá er mótfærslan á sjálfgefinn biðreikning sem er skilgreindur í Skuldabréfagrunni.

Ef valið er , bókast bókin. Ef valið er Nei opnast færslubók og hægt að breyta t.d. mótreikningnum ef þörf er á eða bóka hana bara óbreytta.

Seinni leiðin er að fara í gegnum skuldabréfafærslur. Þá er hægt að velja Bakfæra afborganir og kerfið lætur þig vita hvaða afborgun er hægt að bakfæra og ferlið er svo það sama og hin aðferðin.