Þessi liður felur í sér hvar skuldabréf eru færð til skuldar eða eignar. Taflan er notuð til að setja upp einn eða fleiri bókunarflokka sem vísa á fjárhagslykla. Hvert bréf er síðan tengt ákveðnum bókunarflokki.
Þessir flokkar eru algerlega á valdi notandans og hægt er að láta öll bréf bókast á einn lykil, hvert bréf á sér lykil eða hópa þau saman eftir lánveitanda, gjaldmiðli eða annarri skipulagningu. Auðvelt er að bæta við flokkum hvenær sem er ef aðstæður breytast.